Fréttir Barnaheilla

Erfiðar aðstæður fjölda barna á Grænlandi

Mörg börn á Grænlandi búa við mjög erfiðar aðstæður og fátækt. Mikið brottfall er úr skólum og hátt hlutfall barna býr við ofbeldi á heimilum sínum og hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Þau búa við litla vernd og hafa í fá hús að vernda til að leita sér skjóls og aðstoðar. Samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna eiga öll börn að njóta þeirra réttinda sem kveðið er á um í sáttmálanum. Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi og vanrækslu, þau eiga jafnframt rétt á aðstoð ef að þau hafa orðið fyrir slíku.Mörg börn á Grænlandi búa við mjög er...

2 ár frá upphafi átakanna í Sýrlandi

Barnaheill - Save the Children á Íslandi stóðu fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi í tilefni af því að 2 ár eru frá upphafi átakanna í Sýrland,i sem hafa kostað um 70.000 manns lífið. Samskonar viðburðir fóru fram víða um heim á vegum samtakanna.Barnaheill - Save the Children á Íslandi stóðu fyrir kertafleytingu á Reykjavíkurtjörn í gærkvöldi í tilefni af því að 2 ár eru frá upphafi átakanna í Sýrlandi, sem hafa kostað um 70.000 manns lífið. Samskonar viðburðir fóru fram víða um heim á vegum samtakanna.Birgitta Jónsdóttir, þingmaður og baráttukona, flutti nokkur orð við tjörnina og síð...

Neyðarkall frá Sýrlandi

Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur geysað í tvö ár og komið milljónum sýrlenskra barna í bráða hættu.Átökin í Sýrlandi hafa umbreyst í borgarastríð sem hefur geysað í tvö ár og komið milljónum sýrlenskra barna í bráða hættu. Meira en 940.000 manns hafa flúið Sýrland sem flóttamenn samkvæmt nýjustu tölum Sameinuðu þjóðanna. Innan landamæranna þurfa fjórar milljónir neyðaraðstoð, þar af hafa 2,5 milljónir flúið heimili sín. Börn eru að minnsta kosti 52% þeirra sem þurfa á hjálp að halda. Þau eru varnarlaus og hrædd – það er neyðar&a...

Barnaheill harma að ýmis fyrirtæki sýni börn á kynferðislegan hátt í auglýsingum sínum

Barnaheill- Save the Children á Íslandi harma að ýmis fyrirtæki skuli ítrekað sýna börn á kynferðislegan hátt i auglýsingum sínum.Barnaheill- Save the Children á Íslandi harma að ýmis fyrirtæki skuli ítrekað sýna börn á kynferðislegan hátt i auglýsingum sínum. Slíkt er brot á réttindum barna samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem Ísland hefur lögfest. Aldrei skal tengja barn við neitt sem er kynferðislegt eða klámfengið. Einstaklingur er barn til 18 ára aldurs. Kynferðisofbeldi gegn börnum og myndefni þar sem börn eru sýnd á kynferðislegan hátt hefur aukist til muna á undanförnum árum, ekki síst eftir tilkomu netsins. Auglýsingar &...

Forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs ? hvað virkar og hvað ekki?

Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 14. mars um forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs. Frummælendur eru þeir Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og lektor í tómstundafræðum við HÍ og dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor við HR.Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi fimmtudaginn 14. mars um forvarnargildi íþrótta- og tómstundastarfs. Frummælendur eru þeir Árni Guðmundsson, formaður foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum og lektor í tómstundafræðum við HÍ og dr. Viðar Halldórsson, félagsfræðingur og lektor við HR.Þátttökugjald er 1800 kr. og skráning fer fram ...

Tvö ár liðin frá hamförunum í Japan

Þann 11. mars eru tvö ár liðin frá því jarðskjálfti upp á 9 stig skók Japan og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið sem olli gífurlegri eyðileggingu. Tæplega 16 þúsund manns létust og enn er á þriðja þúsund saknað. Mikið uppbyggingarstarf hefur átt sér stað á svæðunum sem urðu hvað verst úti. Save the Children vinnur að uppbyggingastarfi eftir fimm ára áætlun sem miðar að því að efla börnÞann 11. mars eru tvö ár liðin frá því jarðskjálfti upp á 9 stig skók Japan og flóðbylgja fylgdi í kjölfarið sem olli gífurlegri eyðileggingu. Tæplega 16 þúsund manns létust og enn er á þriðja &t...