Fréttir Barnaheilla

Réttur barna til verndar gegn ofbeldi

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Greinar marsmánaðar fjalla um rétt barna til verndar gegn ofbeldi.

Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Úganda

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, og Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri erlendra verkefna, eru staddar í Úganda á vegum samtakanna við undirbúning nýs þróunarverkefnis í samstarfi við landsskrifstofu Save the Children í Úganda.

Í hverjum mánuði deyja eða særast 37 jemensk börn

Á morgun, 26. mars, verða fjögur ár síðan stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði.

Málþing um börn og samskipti á internetinu fór fram í dag

Málþing um börn og samskipti á internetinu var haldið í dag og tókst með ágætum. Fred Langford, forseti Inhope, alþjóðlegra regnhlífasamtaka ábendingalína, og aðstoðarframkvæmdastjóri Internet Watch Foundation var aðalfyrirlesari.

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2019

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði og hlutu tvö verkefni Barnaheilla styrk úr sjóðnum auk þess sem Verndarar barna - Blátt áfram, sem hafa sameinast Barnaheillum hlutu styrk.

Verum snjöll

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 20. mars kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er: Verum snjöll – Jafnvægi í snjalltækjanotkun barna.

Hjóla­söfn­un Barna­heilla hófst í áttunda sinn í dag

Hjóla­söfn­un Barna­heilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokk­un­um um hádegisbil í dag, 15. mars, í Sorpu á Sæv­ar­höfða. Að þessu sinni var það persónan Matthildur úr samnefndu leikriti í uppfærslu Borgarleikhússins sem af­henti fyrstu hjólin í söfnunina.

Réttur barna til að tjá sig

Barnaheillum barst nýverið beiðni frá lögmannsstofunni Rétti um álit samtakanna á rétti barna til að tjá sig beint og milliliðalaust við stjórnvöld vegna íþyngjandi ákvörðunar sem varðar hagsmuni þeirra.

Átta ár frá upphafi Sýrlandsstríðsins 15. mars

Í könnun Barnaheilla – Save the Children kemur fram að þriðjungur barna í Sýrlandi upplifir óöryggi „alltaf eða oft“ og börnin eru hrædd og sorgmædd. Þau krefjast friðar og vilja komast aftur í skóla. Niðurstöður könnunarinnar eru kynntar í skýrslunni A Better Tomorrow – Syria's Children Have their Say.

Barnaheill og Blátt áfram sameinast

Stjórnir Barnaheilla og Blátt áfram hafa tekið þá ákvörðun að sameina krafta sína undir nafni Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Verkefni Blátt áfram verða því hluti af þeirri starfsemi Barnaheilla sem snýr að vernd barna gegn ofbeldi.