Fréttir Barnaheilla

Blað Barnaheilla 2018 er komið út

Meðal efnis í blaðinu að þessu sinni er frásögn af námstefnu um Vináttu – forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti. Guðjón Davíð Karlsson leikari, eða Gói eins og hann er gjarnan kallaður, var einn af þeim sem hélt erindi á námstefnunni. Í blaðinu er viðtal við hann um reynslu hans af einelti.

Yfir milljarður barna í hættu

Meira en helmingur allra barna í heiminum býr við þá ógn að fá ekki að njóta bernskunnar vegna fátæktar, átaka og mismununar gegn stúlkum. Um er að ræða 1,2 milljarða barna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children sem kom út 1. júní síðastliðinn.

Yfir 250 börn og ungmenni fengu hjól

Hjólasöfnun Barnaheilla 2018 er lokið. Söfnunin gekk afar vel og fengu ríflega 250 börn og ungmenni úthlutað hjólum