Fréttir

Átakið Stöðvum stríð gegn börnum hófst formlega í dag

Í dag, 16. maí, tóku börn um allan heim þátt í ákalli Barnaheilla – Save the Children um að stöðva stríð gegn börnum. En 420 milljónir barna í heiminum búa á svæðum þar sem átök geisa. Dagurinn markar upphaf átaksins STÖÐVUM STRÍÐ GEGN BÖRNUM (STOP THE WAR ON CHILDREN) sem er í tilefni af 100 ára afmæli Barnaheilla – Save the Children.

Sameining við Blátt áfram staðfest og ný stjórn kjörin á aðalfundi Barnaheilla 2019

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var haldinn þann 13. maí sl. Auk venjulegra aðalfundarstarfa var kosið um tillögu stjórnar þess efnis að samtökin Verndarar barna – Blátt áfram sameinist Barnaheillum og að þau verkefni sem samtökin hafa sinnt verði framvegis unnin undir hatti Barnaheilla. Tillagan var samþykkt samhljóða. Ný stjórn var kosin einróma á aðalfundinum.

Hlutverk foreldra í forvörnum

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 15. maí kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Fjallað verður um hlutverk foreldra í forvörnum.

Syngum saman stöndum saman í Guðríðarkirkju í dag

Kórar Lindaskóla, Ingunnarskóla og Vogaskóla sungu saman til styrktar Barnaheillum í Guðríðarkirkju í dag.

Annar fellibylur í Mósambík

Fellibylurinn Kenneth gekk á land í Mósambík fyrir viku síðan, aðeins um mánuði eftir að fellibylurinn Idai reið þar yfir. Fréttir berast af mikilli neyð á svæðinu og hafa Barnaheill – Save the Children fært viðbúnaðarstig á hæsta þrep.