Fréttir Barnaheilla

Skólanám hefst að nýju á Gasasvæðinu

Þúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu og leggja samtökin mikla áherslu á að börnin snúi sem fyrst aftur í skólana og geti þar með hafið venjubundið líf að nýju. Samtökin hafa tekið þátt í að dreifa kennsluefni, námsbókum og ritföngum til barnanna.Þúsundir barna á Gasasvæðinu geta hafið skólanám að nýju eftir að átökum lauk á svæðinu. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, taka þátt í neyðar- og uppbyggingarstar...

Ársskýrsla fyrir 2008

Nálgast má ársskýrslu frá árinu 2008 með því að smella hér....

Er í lagi að bregðast við óþægð barna með barsmíðum?

Barnaheill, Save the Children, á Íslandi harma sýknudóm Hæstaréttar  frá 22. janúar sl. yfir karlmanni sem m.a. var ákærður fyrir brot gegn 1. og 3. gr. barnaverndarlaga nr. 80/2002, en hann hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum með því að flengja þá. Hæstiréttur staðfesti þar með dóm sem féll í Héraðsdómi Norðurlands eystra í ágúst sl., en Barnaheill sendu þá ályktun til Dómsmálaráðherra, Dómstólaráðs, Alþingismanna og fjölmiðla þar sem dómur Héraðsdóms var harmaður.Barnaheill, Save the Children, á Íslandi harma sýknudóm Hæstaréttar  frá 22. janúar sl....

Ikea safnaði rúmlega 300 þúsund krónum til verkefna Barnaheilla

Barnaheill og IKEA á Íslandi þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 330.800 krónur á tímabilinu 15.-24. desember 2008 og runnu 100 krónur af hverju mjúkdýri óskiptar til innlendra verkefna samtakanna, Þetta er þriðja árið í röð sem Ikea styður við starf  Barnaheilla og þakka samtökin IKEA á Íslandi fyrir þennan frábæra stuðning.Barnaheill og IKEA á Íslandi þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnu&...

Spurningakeppni meðal grunnskólanema í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum

 SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009SAFT, vakningarátak Heimilis og skóla um örugga og jákvæða notkun nets og annarra miðla, stendur í samstarfi við INSAFE, evrópska samstarfsnetið um örugga netnotkun, fyrir spurningakeppni meðal 10-15 ára nemenda í tilefni af alþjóðlega netöryggisdeginum sem haldinn verður hátíðlegur í 50 löndum þann 10. febrúar 2009INSAFE spurningakeppnin fer fram á 22 tungum&...

Óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu

 Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda.  Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, óttast öryggi og heilsu barna á Gasasvæðinu. Samtökin krefjast þess að fá óhindrað að taka þátt í hjálparstarfi á svæðinu svo að hægt sé að veita börnum og fjölskyldum þeirra þá neyðaraðstoð sem þau þurfa á að halda. "Ástandi&et...