Fréttir Barnaheilla

Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra

Góðir gestir. Við erum hér í tilefni þess að í dag, 20. nóvember 2004, afhenda Barnaheill, Save the Children samtökin á Íslandi, í þriðja sinn viðurkenningu samtakanna fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Stjórn samtakanna veitir þessa viðurkenningu árlega á afmælisdegi Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnaréttarsamtök, hafa sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barna að leiðarljósi í öllu sínu starfi. Barnasáttmálinn er samþykktur sem al&th...

Velferðarsjóður barna á Íslandi hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

-Viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur að þessu sinni Velferðarsjóður barna á Íslandi. Viðurkenningin var veitt í morgun við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu. Stjórn Barnaheilla ákvað árið 2002 að veita slíka viðurkenningu árlega og valdi til þess afmælisdag Barnasáttmálans, 20. nóvember.

Greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla

Um mánaðamótin voru sendir út greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2004. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þá leið að setja árgjaldið á greiðslukort og sparar það bæði fé og fyrirhöfn. Þeir sem það kjósa eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem sér þá um að koma því í kring. Síminn er 561 0545 og netfangið erla@barnaheill.is.Um mánaðamótin voru sendir út greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2004. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þ...

Ályktun stjórnar Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um verkfall grunnskólakennara

Stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi gerir þá kröfu að mannréttindi barna séu virt og að starf í grunnskólum í landinu hefjist aftur án tafar. Samkvæmt Barnasáttmálanum eru það ein af grundvallar mannréttindum barna að fá að ganga í skóla. Í 28. grein Sáttmálans kemur fram að börn eiga rétt á endurgjaldslausu grunnskólanámi. Auk þess sem Íslendingar hafa lofað að heiðra og standa við Sáttmálann um réttindi barna, þá segja íslensk lög til um að börn skuli ganga í skóla og þau skuli fá þar margvíslega fræðslu.Sú óvissa sem nú ríkir er með öllu óþolandi fyrir börnin og barnafj...

Skólalóðir í Kambódíu hreinsaðar af jarðsprengjum

Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að tryggja börnum öruggt umhverfi í og við skólana sem eru í Viel Veng, afskekktu héraði í Kambódíu. Í fyrstu verða þrettán skólalóðir hreinsaðar en síðar munu fleiri bætast við. Slíkt verkefni er mjög tímafrekt og áætlað er að það taki CMAC um sex mánuði að hreinsa svæði sem er um 100 metra breitt og 1,3 kílómetrar að lengd.Save the Children hafa gert samkomulag við samtökin CMAC, Cambodia Mine Action Centre, um að hreinsa skólalóðir í Kambódíu af jarðsprengjum. Markmiðið er að...