Fréttir Barnaheilla

Opnunartími Barnaheilla yfir hátíðarnar

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.

H&M HOME selur ævintýralega vörulínu til stuðnings verkefnum Barnaheilla

Barnaheill og H&M HOME hafa sett á laggirnar nýja vörulínu með ævintýralegum leikföngum annað árið í röð. Líkt og í fyrra er yfirskrift vörulínunnar Hvert barn á skilið töfrandi æsku. Vörulínan er komin í verslanir H&M HOME á Íslandi ásamt verslunum í 30 öðrum löndum. 10% af allri sölu rennur til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem miða að því að vernda börn á hamfara- og átakasvæðum.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefja þróunarverkefni í Goma

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. Börnin hafa orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.

Barnaheill undirrituðu samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnaheill hafa undirritað samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi í þágu farsældar barna.

Útgáfuhóf Vinir Ferguson og Vestfjarða - á traktorum gegn einelti

Á dögunum var haldið útgáfuhóf í tilefni útkomu bókarinnar Vinir Ferguson og Vestfjarða – á traktorum gegn einelti. En bókin er gefin út til stuðnings Vináttu sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Vinátta í desember

Þá er desember kominn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða. Auglýsingabæklingar berast í hrúgum inn um lúgurnar og endalaust af auglýsingum á samfélagsmiðlum minna okkur á hversu mikilvægt er að kaupa hitt og þetta svo jólin verði örugglega góð, eða að þau komi yfir höfuð.