Fréttir Barnaheilla

Rosalega skemmtileg lífsreynsla...?

Þrjú ungmenni á vegum Barnaheilla, Save the Children á Íslandi fóru á sumarhátíð ungmennafélags Barnaheilla í Stokkhólmi í Svíþjóð dagana 4.-9. ágúst sl. Krakkarnir heita Hulda Margrét Erlingsdóttir, Sindri Svanbergsson og Harpa Þórsdóttir og koma úr Snælandsskóla. Hátíðin hefur hingað til verið haldin annað hvert ár í Noregi og Svíþjóð en í ár er í fyrsta sinn sem ungmennafélög samtakanna taka sig saman og halda sameiginlega sumarhátíð og tók nýstofnað ungmennaráð Barnaheilla á Íslandi þátt í fyrsta sinn. Þar að auki tóku Finnland, Rússland, Rúmenía og Gambía þátt og...

Flengingar eru ekki uppeldisaðferð

Ályktun frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi vegna nýfallins dóms Barnaheill harma niðurstöður dóms sem féll þann 14. ágúst síðastliðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítrekað beitt tvo drengi 4 og 6 ára líkamlegum refsingum. Karlmaðurinn var kærður fyrir líkamsárás og brot á barnaverndarlögum. Hann var sýknaður af báðum ákærum. Ályktun frá Barnaheillum, Save the Children, á Íslandi vegna nýfallins dóms Barnaheill harma niðurstöður dóms sem féll þann 14. ágúst síðastliðinn í Héraðsdómi Norðurlands eystra í máli karlmanns sem hafði ítre...

Hlaupum til góðs - Reykjavíkurmaraþon Glitnis

Hið árlega Reykjavíkurmaraþon Glitnis fer fram þann 23. ágúst.nk. Við hvetjum alla þá sem vilja styðja við starf Barnaheilla að hlaupa fyrir samtökin en einnig er hægt að leggja sitt af mörkum og styðja við starf okkar með því að heita á hlaupara sem hefur skráð sig til styrktar Barnaheillum. Hér getur þú heitið á hlaupara.Hið árlega Reykjavíkurmaraþon Glitnis fer fram þann 23. ágúst.nk. Við hvetjum alla þá sem vilja styðja við starf Barnaheilla að hlaupa fyrir samtökin en einnig er hægt að leggja sitt af mörkum og styðja við starf okkar með því að heita á hlaupara sem hefur skráð sig til styrktar Barnaheillum. Hér getur þú heitið á hlaupar...