Fréttir Barnaheilla

Bætum menntun barna í Norður - Úganda!

Barnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Úganda, en stríðsátök þar sl. 20 ár hafa haft mikil áhrif á líf tugþúsunda barna. Börnin hafa verið berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun og fjöldi þeirra hefur misst af skólagöngu svo árum skiptir. Mörg barnanna hafa þurft að flýja heimili sín og hafa dvalið í flóttamannabúðum í fleiri ár. Eitt af því sem einkennir átökin í Norður-Úganda er að fjölda barna hefur verið rænt af uppreisnarhernum LRA (Lord's Resistance Army) og þau verið neydd í hermennsku.Barnaheill - Save the Children vinna að því að bæta aðstæður barna í Norður- Ú...

Neyðaraðstoð Barnaheilla vegna náttúruhamfara

Barnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungumBarnaheill -Save the Children sinna nú hjálparstarfi á jarðskjálftasvæðunum í Perú og á flóðasvæðum í Suður-Asíu. Samtökin aðstoða einnig stjórnvöld í Norður-Kóreu vegna mikilla flóða í landinu sem valdið hafa miklum hörmungumAlþjóðasamtök Barnaheilla -Save the Children hafa sent út ákall til allra landsfélaga samtakanna og óska eftir fjárframl&o...

Barnaheill fagna ?kv?r?un stj?rnvalda um aukna ?j?nustu vi? b?rn og ungmenni me? heg?unar- og ge?ras

Barnaheill fagna þeirri ákvörðun heilbrigðisráðherra að verja 150 milljónum króna á næstu 18 mánuðum til að auka þjónustu við börn og ungmenni með hegðunar- og geðraskanir. Ákvörðun heilbrigðisráðherra er tekin í nánu samstarfi við fagaðila en jafnframt er gert ráð fyrir að í upphafi næsta árs liggi fyrir fyrir úttekt á starfsemi BUGL og á grundvelli hennar verði teknar ákvarðanir um framtíðarskipulag og rekstrarform deildarinnar. Sjá nánar hér.Barnaheill vona að þetta verði til þess að biðlistar við Barna- og unglingadeild LSH hverfa sem allra fyrst, en 167 börn bíða nú eftir aðstoð. Samkvæmt áætlun heilbrigðisráðherra er...

Allir sigra - hlaupið til góðs

Nú styttist óðum í Reykjavíkurmaraþon Glitnis sem fer fram þann 18. ágúst n.k.Allir þeir sem vilja taka þátt í hlaupinu geta nú hlaupið til góðs og safnað áheitum til stuðnings góðgerðasamtökum að eigin vali. Ef þátttakandi er starfsmaður Glitnis, styrkir bankinn 3.000 krónur fyrir hvern hlaupinn kílómeter og ef um viðskiptavin þeirra er að ræða styrkir Glitnir 500 krónur á hvern kílómeter sem rennur óskipt til góðgerðafélags sem hlaupið er fyrir.Við hvetjum alla þá sem vilja styðja við starf Barnaheilla að hlaupa fyrir samtökin en einnig er hægt að leggja sitt af mörkum og styðja við starf okkar með því að heita á hlaupara sem hefur skr&a...