Fréttir Barnaheilla

IKEA færir börnum á Íslandi afmælisgjöf

Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Einnig seldu þrjú pör, sem kepptu í leiknum Helgarferð til IKEA, vinabönd í eina klukkustund og rann allur ágóði af sölunni til samtakanna. Alls söfnuðust 758.801 krónur.Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi ásamt Petrínu Ásgeirsdóttur, framkvæmdastjóra Barnaheilla - Save the Children á Íslandi.Í tilefni 30 ára afmælisviku IKEA á Íslandi dagana 15.-21. september sl., lét verslunin 30 krónur af hverri greiðslufærslu í v...

Frístundir, áhætta, forvarnir

Miðvikudaginn 28. september stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um frístundir, áhættu og forvarnir.Miðvikudaginn 28. september stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um frístundir, áhættu og forvarnir.Á fundinum mun Jóhanna Rósa Arnardóttir, félags- og menntunarfræðingur, segja frá rannsókn um áhættuþætti í  vímuefnaneyslu ungmenna, Árni Guðmundsson MEd fjallar um frítímann, valmöguleika og vímuefnavanda, Eygló Rúnarsdóttir, verkefnastjóri hjá skóla- og frístundasviði Reykjavíku...

Líf einnar milljónar barna í Pakistan í hættu

Barnaheill – Save the Children vara við því að líf tveggja milljóna manna í suður-Pakistan, þar af helmingurinn börn, sé í alvarlegri hættu vegna sjúkdóma. Eyðilegging af völdum flóða heldur áfram á svæðinu.Hinn fjögurra ára gamli Bhagan Lal bíður eftir mat í búðum í vegkanti, sem byggðar voru í Golarchi í Sindh-héraði af fólki sem varð fyrir barðinu á flóðunum. Ljósmynd: Save the Children.Barnaheill – Save the Children vara við því að líf tveggja milljóna manna í suður-Pakistan, þar af helmingurinn börn, sé í alvarlegri hættu vegna sjúkdóma. Eyðilegging af völdum flóða heldur áfram á svæð...

350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina

Barnaheill – Save the Children sendu í dag frá sér nýja skýrslu, No child out of reach(Ekkert barn utan seilingar). Þar kemur m.a. fram að allavega 350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina. Þjóðarleiðtogar koma saman á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun og ræða m.a. skort á heilbrigðisstarfsmönnum í heiminum.Barnaheill – Save the Children sendu í dag frá sér nýja skýrslu, No child out of reach (Ekkert barn utan seilingar). Þar kemur m.a. fram að allavega 350 milljónir barna hitta aldrei heilbrigðisstarfsmann um ævina. Þjóðarleiðtogar koma saman á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York á morgun og ræða m.a. skort &aa...

Barnaheill ? Save the Children á Íslandi fagna afmæli með IKEA

Í tilefni 30 ára afmælis IKEA á Íslandi efnir verslunin til afmælisviku dagana 15.-21. september nk. Alla afmælisvikuna mun IKEA láta 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þannig getur almenningur með heimsókn í IKEA lagt sitt af mörkum til að standa vörð um mannréttindi barna á Íslandi.Í tilefni 30 ára afmælis IKEA á Íslandi efnir verslunin til afmælisviku dagana 15.-21. september nk. Alla afmælisvikuna mun IKEA láta 30 krónur af hverri greiðslufærslu í verslun og á veitingastað renna til innlendra verkefna Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Þannig getur almenningur með heimsókn í IKE...

Barnaheill ? Save the Children hefja neyðaraðstoð eftir hrikaleg flóð í Pakistan

Barnaheill – Save the Children sinna nú neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur í Sindh-héraði í Pakistan eftir hrikaleg flóð þar á dögunum. Hundruðir þúsunda íbúa hafa enn og aftur misst heimili sín en sumir hverjir höfðu ekki að fullu náð sér eftir flóðin fyrir réttu rúmu ári síðan sem eyðilögðu heimili og lífsviðurværi milljóna fjölskyldna.Flóðin í fyrra höfðu áhrif á líf milljóna fjölskyldna í Pakistan. Flóðin nú auka enn á erfiðleika þessa fólks.Barnaheill – Save the Children sinna nú neyðaraðstoð við börn og fjölskyldur í Sindh-héraði í Pakistan eftir hrikaleg fló...

Fimm þúsund eplum pakkað í afríska taupoka

Málshátturinn „Margar hendur vinna létt verk“ átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda.Málshátturinn „Margar hendur vinna létt verk“ átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka, sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu, komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda.Nú stendur yfir kynningarátakið „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ en markmið þess er að kynna þróunarsamvinnu og árangur hennar fyrir a...

Börn eru fimm sinnum líklegri til að láta lífið í löndum þar sem skortur er á heilbrigðisstarfsmönnum

Ný og viðamikil úttekt Barnaheilla – Save the Children sýnir hvar í heiminum er hættulegast og hvar öruggast fyrir börn að verða veik. Börn í Tchad og Sómalíu eru í mestri hættu þegar þau veikjast á meðan börn í Sviss og Finnlandi eru í minnstri hættu.Heilbrigðisstarfsmaður á vegum Barnaheilla - Save the Children hugar að vannærðu barni í Sómalíu. Sómalía er á meðal þeirra 20 landa þar sem hættulegast er fyrir börn að verða veik. Ljósmynd: Save the Children.Ný og viðamikil úttekt Barnaheilla – Save the Children sýnir hvar í heiminum er hættulegast og hvar öruggast fyrir börn að verða veik. Börn í Tchad og Sómalíu eru í mestri h&ae...

Þróunarsamvinna ber ávöxt

Dagana 5. – 9. september standa frjáls félagasamtök ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) fyrir kynningarátaki á markmiðum þróunarsamvinnu. Miðvikudaginn 7. september verður gjörningur undir yfirskriftinni „Þróunarsamvinna ber ávöxt“ á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri auk þess sem málþing um þróunarsamvinnu verður í sal 102 á Háskólatorgi í Háskóla Íslands fimmtudaginn 8. september.Dagana 5. – 9. september standa frjáls félagasamtök ásamt Þróunarsamvinnustofnun Íslands (ÞSSÍ) fyrir kynningarátaki á markmiðum þróunarsamvinnu. Miðvikudaginn 7. september verður gjö...