Fréttir Barnaheilla

Tvíburarnir Snædís María og Sigurbergur Áki kaupa fyrstu lyklakippuna í vorsöfnun Barnaheilla

Hin árlega vorsöfnun Barnaheilla hófst í dag, föstudaginn 28. apríl, fjáröflunarherferð Barnaheilla til styrktar  Verndurum barna, forvarnaverkefni gegn kynferðisofbeldi á börnum. Þetta er í fjórtánda sinn sem fjáröflunin fer fram en hefð hefur verið fyrir því að selja ljós í formi lyklakippu. Í ár bregða Barnaheill af vananum og verða seldar lyklakippur sem handgerðar eru af listafólki í Síerra Leóne.

Barnaheill og Hafnafjarðarbær skrifa undir samstarfssamning

Hafnarfjarðarbær og Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa gert nýjan samstarfsamning varðandi þjónustu og fræðslu fyrir starfsfólk í leik- og grunnskólum Hafnarfjarðarbæjar sem gildir út skólaárið 2023/2024.

Viltu gera við hjól fyrir börn?

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum til að gera við hjól fyrir börn og ungmenni. Árlega er um 300 hjólum úthlutað í gegnum Hjólasöfnun Barnaheilla til barna og ungmenna sem að öðrum kosti gefst ekki kostur á að eignast hjól. Hjólum er safnað á móttökustöðvum Sorpu og gera sjálfboðaliðar við þau og yfirfara áður en þeim er úthlutað.

Barnaheill og Menntamálastofnun gefa út nýtt námsefni gegn kynferðisofbeldi á börnum

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út námsefnið Líkami minn tilheyrir mér. Um er að ræða kennsluefni gegn kynferðisofbeldi á börnum og er fyrir leikskólastig og 1. - 4. bekk grunnskóla.