Fréttir Barnaheilla

Góð jólagjöf frá Landvélum

Guðrún Eggertsdóttir og Klemenz Gunnlaugsson eigendur Landvéla færðu Barnaheillum rausnarlega gjöf núna rétt fyrir jólin. Í stað þess að senda jólakort til viðskiptavina Landvéla var ákveðið að styrkja Barnaheill um kr. 150.000,-. Þessari rausnarlegu gjöf frá Landvélum, www.landvelar.is, verður varið til eflingar starfs Barnaheilla til að tryggja að réttindi barna séu virt og að styðja börn sem þurfa á hjálp að halda. Barnaheill vilja þakka Landvélum kærlega fyrir stuðninginn og óska fyrirtækinu velfarnaðar í framtíðinni.Guðrún Eggertsdóttir og Klemenz Gunnlaugsson eigendur Landvéla færðu Barnaheillum rausnarlega gjöf núna rétt fyrir jólin. Í stað &th...

Jólakort Barnaheilla komin út - pantið tímanlega

Barnaheill bjóða einstaklingum og fyrirtækjum að leggja málefnum barna lið með því að kaupa jólakort samtakanna. Kortin í ár eru sérstaklega hönnuð fyrir Barnaheill af listamönnunum Brian Pilkington og Claudiu Mrugwski. Í boði eru sex gerðir korta með og án innáprentunar ásamt umslögum. Jólakortin eru send styrktarfélögum samtakanna og á valin póstsvæði. Fyrirtæki og aðrir velunnarar geta nálgast kort á skrifstofu Barnaheilla, Suðurlandsbraut 24, 3. hæð eða með tölvupósti á netfangið barnaheill@barnaheill.is, einnig er hægt að nálgast pöntunarblað hér á vefnum, bæði fyrir jólakortin í ár og eldri gerðir.Pöntunarlisti 2003Eldri gerðir jólakortaBarnah...

Viðurkenning Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra

Barnaspítali Hringsins hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla árið 2003 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra.20. nóvember 2003Tilefni þess að við erum samankomin hér í dag, 20. nóvember 2003, er afhending viðurkenningar Barnaheilla, Save the Children samtakanna á Íslandi, fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Stjórn samtakanna ákvað á síðasta ári að veita slíka viðurkenningu árlega og valdi til þess afmælisdag Barnasáttmálans 20. nóvember. Á þeim degi árið 1989 var sáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Save the Children, sem eru alþjóðleg hjálpar- og barnarétta...

Hringurinn hlýtur viðurkenningu Barnaheilla

Viðurkenningu Barnaheilla fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra hlýtur að þessu sinni kvenfélagið Hringurinn. Viðurkenningin var veitt í morgun,  fimmtudaginn 20. nóvember, í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu.Guðbjörg Björnsdóttir, formaður Barnaheilla, og Björk Sigurjónsdóttir, 9 ára nemi við Fossvogsskóla, afhentu Áslaugu B. Viggósdóttur, formanni Hringsins, viðurkenninguna við hátíðlega athöfn. Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra flutti ávarp og Þórdís Ylfa Viðarsdóttir, 9 ára nemi við Allegro suzuki-tónlistarskólann, lék á fiðlu.Stjórn Barnaheilla ákvað ári&et...

Barnaheill gáfu endurskinsvesti

Barnaheill gáfu í sumar tveimur leikskólum í Reykjavík, Álftaborg og Maríuborg, endurskinsvesti. Vestin eru merkt Barnaheillum og leikskólunum.Þau eru ætluð til útiveru og koma sér sérstaklega vel þegar farið er í vettvangsferðir núna í skammdeginu.Barnaheill gáfu í sumar tveimur leikskólum í Reykjavík, Álftaborg og Maríuborg, endurskinsvesti. Vestin eru merkt Barnaheillum og leikskólunum.Þau eru ætluð til útiveru og koma sér sérstaklega vel þegar farið er í vettvangsferðir núna í skammdeginu....

Greiðsluseðlar til styrktarfélaga Barnaheilla

Þessa dagana er verið að senda út greiðsluseðla til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2003. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þá leið að setja árgjaldið á greiðslukort og sparar það bæði fé og fyrirhöfn. Þeir sem það kjósa eru hvattir til að hafa samband við skrifstofuna sem sér þá um að koma því í kring.Þessa dagana er verið að senda út greiðsluseðla til styrktarfélaga Barnaheilla vegna styrktarframlags fyrir árið 2003. Upphæðin er 2.500 krónur og rennur hún til verkefna samtakanna. Margir styrktarfélagar hafa farið þá leið að setja árgjaldið á grei...

Fulltrúi frá Save the Children kynnir hjálparstarf samtakanna í Írak

Í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna verður dagskrá í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. október nk. frá kl. 12.00–15.00. Tveir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni, Xavier Sticker frá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Christopher Cuninghame frá Save the Children í Bretlandi.Í tilefni af degi Sameinuðu þjóðanna verður dagskrá í Norræna húsinu fimmtudaginn 23. október nk. frá kl. 12.00–15.00. Tveir erlendir fyrirlesarar koma til landsins af þessu tilefni, Xavier Sticker frá Sameinuðu þjóðunum í New York, og Christopher Cuninghame frá Save the Children í Bretlandi.Christopher Cuninghame hefur starfað hjá Save the Children að þróunarverkefnum undanfarin tíu ár. &Iacut...

Alþjóðlegur barnaklámshringur leystur upp í kjölfar ábendingar frá INHOPE samtökunum.

Lögreglan í Þýskalandi leysti í síðustu viku upp stóran alþjóðlegan barnaklámhring á Internetinu í kjölfar ábendingar frá INHOPE-aðila þar í landi. Um 26.500 manns í 166 löndum liggja undir grun um að hafa skipst á klámmyndum af börnum, þar með talið einstaklingar frá Bandaríkjunum, Ástralíu og Sviss. Sum börnin eru allt niður í fjögurra mánaða gömul.Lögreglan í Þýskalandi leysti í síðustu viku upp stóran alþjóðlegan barnaklámhring á Internetinu í kjölfar ábendingar frá INHOPE-aðila þar í landi. Um 26.500 manns í 166 löndum liggja undir grun um að hafa skipst á klámmyndum af börnum, þar me&...

Úrdráttur úr fréttatilkynningu frá INHOPE samtökunum sem Barnaheill eiga aðild að:

Alþjóðlegur barnaklámhringur leystur upp í kjölfar ábendingar frá Inhope-samtökunumÁbending sem barst INHOPE-aðila í Þýskalandi í júlí 2002 leiddi til þess að föstudaginn 26. september 2003 leysti lögregla þar í landi, upp gríðarstóran barnaklámhring með 26.500 Internet-notendum í 166 löndum!Hinir grunuðu voru gripnir á síðasta ári við að nota tölvuskrár frá einstaklingi í borginni Magdeburg. Skrárnar geymdu gríðarlega stóran póstlista sem grunaðir barnaníðingar notuðu til að skiptast á barnaklám-myndum og eru sum börnin allt niður í fjögurra mánaða gömul.Um 26.500 manns um allan heim liggja undir grun um að hafa skipst á klá...

INHOPE samtökin standa fyrir ráðstefnu um öryggi á Internetinu

INHOPE-samtökin halda stóra alþjóðlega ráðstefnu undir heitinu "The Internet in 2004: Safe or Just Safer? - an INHOPE Initiative" á Grand Hotel Splanade í Berlín hinn 20. nóvember 2003.INHOPE-samtökin halda stóra alþjóðlega ráðstefnu undir heitinu "The Internet in 2004: Safe or Just Safer? - an INHOPE Initiative" á Grand Hotel Splanade í Berlín hinn 20. nóvember 2003....