Fréttir Barnaheilla

Jólagjöf til allra barna

Nú í svartasta skammdeginu þegar jólin lýsa upp tilveru okkar er samhygðin gjarnan sú tilfinning sem við finnum helst í brjósti okkar. Við viljum dvelja með ástvinum okkar og hugsum til genginna kynslóða. Mörg okkar eiga minningar um einfaldara jólahald þar sem gjafir voru helst eitthvað sem vantaði, ekki síst einhver flík. Sum okkar eiga ekkert sérstaklega góðar minningar um jólahátíð bernsku sinnar.

Opnunartími yfir jól og áramót

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Gefum börnum tæki­færi til lífs án fá­tæktar

Nú þegar aðventan er hafin og jólin nálgast eykst gjarnan samkennd okkar og umhyggja í garð náungans. Fjölskyldur og vinir safnast saman og eiga notalegar stundir, fólk sækir viðburði og velur af kostgæfni gjafir fyrir sína nánustu. Margir styrkja góð málefni og gefa jafnvel auka gjafir til samtaka sem koma þeim svo þangað sem þeirra er þörf. Við hugsum sérstaklega um börnin okkar, því jólin er jú hátíð barnanna.

Heillagjafir fyrir börn á stríðshrjáðum svæðum

Á síðunni heillagjafir.is er hægt að kaupa ýmsar gjafir sem stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna í neyð. Gjafirnar renna til barna sem eiga um sárt að binda, oft vegna náttúruhamfara eða vopnaðra átaka. Fleiri börn en nokkurn tímann áður búa nú á stríðshrjáðum svæðum og talið er að um 330 milljónir barna víðsvegar um heiminn eigi á hættu að vera neydd til liðs við vígahópa.

Fræðslu- og umræðukvöld með Sævari Þór Jónssyni

Barnaheill – Save the Children á Íslandi buðu upp á umræðu- og fræðslukvöld með Sævari Þór Jónssyni lögmanni og höfundi bókarinnar Barnið í garðinum og Sigríði Björnsdóttur, sálfræðingi og verkefnisstjóra hjá Barnaheillum í gær miðvikudagskvöld.

Vinátta um jólin

Þá er aðventan hafin og biðin eftir jólunum styttist óðum. Hjá flestum er mikil tilhlökkun og eftirvænting ríkjandi. Biðin er löng í hugum barnanna sem hafa mismikinn skilning á öllum þeim undirbúningi sem stendur yfir og þeim mismunandi skilaboðum sem gefin eru í auglýsingum, á samfélagsmiðlum, í verslunum og víðar.

Barnaheill ávörpuðu Sameinuðu þjóðirnar

Í gær, þriðjudaginn 7. september, fór fram fundur þar sem fulltrúar mannréttindasamtaka, sem sendu frá sér skýrslu vegna yfirstandandi allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi, UPR (Universal periodic report) fengu tækifæri til að ávarpa fulltrúa ríkja SÞ og gefa yfirlýsingu um það sem brýnast er að lagfært verði á Íslandi sem snertir mannréttindi.

,,Ég vissi ekki að nauðgun væri glæpur”

Barnaheill vinna að því í Síerra Leóne, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, að draga úr kynbundnu ofbeldi í skólum. Það er gert með því að styðja við og þróa barnaverndarkerfi með sérstaka áherslu á kynbundið og kynferðisofbeldi.

Börn á stríðshrjáðum svæðum fleiri en nokkru sinni áður

Yfir 330 milljónir barna víðs vegar um heim eiga á hættu að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa - þrefalt fleiri en árið 1990, segir í nýrri skýrslu sem gefin var út í vikunni af alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children. Metfjöldi barna, eða tæpar 200 milljónir, búa á stríðshrjáðum svæðum í dag.

Jólakort Barnaheilla 2021 er komið út

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er komið út. Jólakortið 2021 ber heitið Kærleikur og er eftir listakonuna Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Hönnunin er byggð á ,,Maríu-mynd", málverki sem hönnuður málaði og amma hennar, Sigríður Fanney Jónsdóttir gaf Egilsstaðakirkju árið 1988.