Fréttir Barnaheilla

Sameiginlegt ákall hjálparsamtaka vegna átakanna á Gaza

Við sem veitum mannúðarsamtökum á Íslandi forystu köllum eftir sterkari viðbrögðum íslenskra stjórnvalda vegna átakanna á Gaza. Stjórnvöld verða að nýta allar mögulegar leiðir, rödd og krafta til að þrýsta á um varanlegt vopnahlé og virðingu fyrir mannréttindum og mannúðarlögum, sem eru fótum troðin fyrir allra augum

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna bregst börnum á Gaza

,,Fullorðnir eiga að vernda börn, ekki bregðast þeim," segir Jason Leed, framkvæmdastjóri Barnaheilla - Save the Children í Palestínu eftir að Bandaríkin beittu neitunarvaldi í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um kröfu um vopnahlé í gær, þriðjudaginn 20. febrúar.

10 milljónir barna flúðu heimili sín árið 2023

Meira en 10 milljón börn neyddust til að flýja heimili sín á síðasta ári vegna átaka eða náttúruhamfara, samkvæmt nýrri greiningu Barnaheilla – Save the Children. Fjöldi barna á flótta hefur aldrei verið meiri, en um 50 milljón börn eru nú á vergangi. Sá fjöldi hefur meira en tvöfaldast frá árinu 2010.