Fréttir Barnaheilla

Opnunartími Barnaheilla yfir hátíðarnar

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.

H&M HOME selur ævintýralega vörulínu til stuðnings verkefnum Barnaheilla

Barnaheill og H&M HOME hafa sett á laggirnar nýja vörulínu með ævintýralegum leikföngum annað árið í röð. Líkt og í fyrra er yfirskrift vörulínunnar Hvert barn á skilið töfrandi æsku. Vörulínan er komin í verslanir H&M HOME á Íslandi ásamt verslunum í 30 öðrum löndum. 10% af allri sölu rennur til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem miða að því að vernda börn á hamfara- og átakasvæðum.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefja þróunarverkefni í Goma

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. Börnin hafa orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.

Barnaheill undirrituðu samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið

Barnaheill hafa undirritað samstarfssamning við mennta- og barnamálaráðuneytið. Samningurinn er liður í aðgerðum stjórnvalda til að sporna gegn ofbeldi í þágu farsældar barna.

Útgáfuhóf Vinir Ferguson og Vestfjarða - á traktorum gegn einelti

Á dögunum var haldið útgáfuhóf í tilefni útkomu bókarinnar Vinir Ferguson og Vestfjarða – á traktorum gegn einelti. En bókin er gefin út til stuðnings Vináttu sem er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Vinátta í desember

Þá er desember kominn með öllu sem hann hefur upp á að bjóða. Auglýsingabæklingar berast í hrúgum inn um lúgurnar og endalaust af auglýsingum á samfélagsmiðlum minna okkur á hversu mikilvægt er að kaupa hitt og þetta svo jólin verði örugglega góð, eða að þau komi yfir höfuð.

Ferðasaga tveggja vina um að láta æskudrauma rætast

Út er komin bókin, Vinir Ferguson og Vestfjarða. Á traktorum gegn einelti. Dagbók hringfara. Sögur af sögum, fólki og stöðum. Bókin er gefin út til stuðnings Vináttu, forvarnaverkefni Barnaheilla gegn einelti.

Nýir talsmenn barna á Alþingi

Þingmenn úr öllum stjórnmálaflokkum gerðust talsmenn barna á Alþingi í dag. Þeir undirrituðu yfirlýsingu þess efnis að þeir skuldbindi sig til að hafa Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í störfum sínum á þinginu, leitist við að tileinka sér barnvæn sjónarmið og hafa hagsmuni barna að leiðarljósi.

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlýtur viðurkenningu Barnaheilla 2022

Össur Geirsson, skólastjóri Skólahljómsveitar Kópavogs hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2022. Össur hefur í störfum sínum veitt miklum fjölda barna og ungmenna innblástur og hvatningu. Hann hefur óbilandi trú á ungu fólki og hefur einstakt lag á að laða fram það besta í hverju og einu barni. Hann leggur áherslu á samvinnu á meðal nemenda í störfum sínum og kallar fram jákvæðan aga, metnað og samkennd.

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.