Fréttir Barnaheilla

Fellibylur í Bangladesh

Þann 14. nóvember skall fellibylur á suðurströnd Bangladesh með þeim með þeim afleiðingum að 3000 manns létu lífið og hundruð þúsunda heimila og þúsundir skóla eyðilögðust.  Tugir þúsunda þeirra sem lifðu af fellibylinn í Bangladesh, þar af fjöldi barna, eru í mikilli neyð og þurfa mikla hjálp. Alþjóðasamtök Barnheilla - Save the Children sinna neyðaraðstoð á svæðinu.Viku síðar höfðu Barnaheill- Save the Children útvegað 90.000 manns, þar af tugþúsundum barna, ýmsar lífsnauðsynjar s.s. hreint vatn og mat. Enn eru samt tugþúsundir í mikilli neyð.Fellibylurinn nú var af sama styrkleika og fellibylur sem skall  á landinu árið 1...

Hádegisfundur Barnaheilla 5. desember 2007

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á  við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gera sumarið 2007. Miðvikudaginn 5. desember boða Barnaheill til hádegisfundar í Kornhlöðunni frá kl. 12:00- 13:00 í tengslum við 16 daga átak félagasamtaka gegn kynbundnu ofbeldi. Á fundinum verða kynntar niðurstöður úttektarinnar. Enn fremur  verður fjallað um  aðkomu Evrópuhóps Barnaheilla að baráttunni gegn mansali.Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málef...

Leikstjórar þriggja kvikmynda fá viðurkenningu Barnaheilla

Barnaheill veita árlega viðurkenningu til einstaklinga eða stofnana fyrir sérstakt framlag í þágu barna og réttinda þeirra. Með því vilja samtökin vekja athygli á Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna og réttindum barna. Viðurkenningin er veitt á afmælisdegi Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, 20. nóvember, en þann dag árið 1989 var hann samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Í ár hlutu viðurkenninguna leikstjórar þriggja kvikmynda, þau Guðný Halldórsdóttir fyrir kvikmyndina Veðramót, Ragnar Bragason fyrir kvikmyndina Börn og þeir Bergsteinn Björgúlfsson og Ari Alexander Ergis Magnússon fyrir kvikmyndina Syndir feðranna.Barnaheill veita &aa...

Hátíð trjánna tókst vonum framar

Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, segir árangur kvöldsins hafa verið langt umfram væntingar. „Samkoman tókst einstaklega vel og skemmtu gestirnir, sem voru um 190 talsins, sér ákaflega vel. Öll verkin seldust og sum fyrir metfé. Ég vil koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu okkur lið í þessu frábæra fjáröflunarátaki en árangurinn veitir okkur vissu fyrir því að fólk kann að meta það mikilvæga starf sem Barnaheill vinna," segir Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla. Áherslur Barnaheilla í verkefnum hérlendis eru á réttindi barna, baráttu gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum, geðheilbrigðismál og má...