Fréttir Barnaheilla

Bætum framtíð barna í stríðshrjáðum löndum ?Menntun og friður

Málþing Barnaheilla verður haldið í Snælandsskóla í Kópavogi miðvikudaginn 12. mars  kl. 14-16:30Tilgangur málþingsins er að vekja athygli á aðstæðum barna í stríðshrjáðum löndum. Til umræðu verður hvernig menntun getur stuðlað að friði og hvað Íslendingar geta lagt að mörkum í þessum málum.Málþingið er haldið í samvinnu við Snælandsskóla og munu nemendur 8. bekkjar kynna verkefni um menntun og frið sem þeir hafa unnið að undanfarnar vikur. Einnig munu verða flutt stutt erindi. Meðal gesta verður frú Vigdís Finnbogadóttir.Fundarstjóri verður Sigmundur Ernir Rúnarsson.Málþingið er öllum opið svo lengi sem húsrúm leyfir. Skráni...

IKEA safnaði rúmlega 450.000 krónum til verkefna Barnaheilla

Barnaheill og IKEA þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 457.800 krónur á tímabilinu 15. nóvember - 24. desember og rennur upphæðin óskipt til innlendra verkefna Barnaheilla Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, og IKEA hafa um nokkurra ára skeið starfað saman í þágu barna víða um heim og þakka Barnaheill IKEA á Íslandi fyrir þennan frábæra stuðning.Barnaheill og IKEA þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 457.80...

IKEA safnaði tæplega 300.000 krónum til verkefna Barnaheilla

Barnaheill og IKEA þakka öllum þeim sem með kaupum sínum á mjúkdýri, tóku þátt í að styðja starf í þágu barna hér á landi. Alls söfnuðust 285.400 krónur á tímabilinu 1.-24. desember. Upphæðin rennur óskipt til Barnaheilla og mun fara til innlendra verkefna samtakanna, s.s. barnaverndar og forvarnastarfs auk verkefnisins „Stöðvum barnaklám á Netinu" sem samtökin veita forstöðu og styrkt er að hluta af Evrópusambandinu. Barnaheill eru einnig að fara af stað með verkefni í þágu barna innflytjenda. Alþjóðasamtök Barnaheilla, Save the Children, og IKEA hafa um nokkurra ára skeið starfað saman í þágu barna víða um heim og þakka Barnaheill IKEA á Íslandi fyrir...

SAMAN hópurinn tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008

SAMAN hópurinn var tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008, en Barnaheill eru meðal þeirra samtaka og stofnanna sem standa að hópnum. Hjálpræðisherinn á Íslandi hlaut verðlaunin sem afhent voru af forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þann 26. febrúar sl.SAMAN hópurinn var tilnefndur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins 2008, en Barnaheill eru meðal þeirra samtaka og stofnanna sem standa að hópnum. Hjálpræðisherinn á Íslandi hlaut verðlaunin sem afhent voru af forseta Íslands við hátíðlega athöfn í Þjóðmenningarhúsinu þann 26. febrúar sl.Auk SAMAN hópsins voru tilnefndir til Samfélagsverðlaunanna, ABC barnah...

Vel sóttur kynningarfundur Barnaheilla á Akureyri.

Yfir 50 manns sóttu fund Barnaheilla á Akureyri þ. 21. febrúar sl, þar sem kynntar voru niðurstöður úttektar sem Barnaheill létu gera sumarið 2007 um menntun fagstétta varðandi vernd barna gegn kynferðislegu ofbeldi. Meðal þáttakenda voru nemendur Háskólans á Akureyri, kennarar hinna ýmsu brauta háskólans og aðrir sérfræðingar, kennarar leik- og grunnskóla, ásamt fulltrúum frá félagsþjónustunni á Akureyri og skólaskrifstofu. Umræður voru góðar og kom fram mikill áhugi hjá háskólafólki á Akureyri um að móta stefnu og bæta kennslu í þessum málum.Yfir 50 manns sóttu fund Barnaheilla á Akureyri þ. 21. febrúar sl, þar sem kynntar voru niðu...

Kynningarfundur Barnaheilla í Háskólanum á Akureyri 21. febrúar 2008

Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, búnar undir það að takast á við mál tengd kynferðislegu ofbeldi gegn börnum? Hvernig búa íslenskir háskólar nemendur sína undir slíkt? Þessum spurningum var leitað svara við í úttekt sem Barnaheill létu gerasumarið 2007. Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 15:00 mun Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnisstjóri hjá Barnaheillum kynna niðurstöðurnar í húsnæði kennaradeildar Háskólans á Akureyri að Þingvallastræti 23. Fundarstjóri verður  Ingibjörg Sigurðardóttir aðjúnkt við kennaradeild HA. Hvernig eru starfsstéttir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra,...

Bætum framtíð barna í Kambódíu

Barnaheill á Íslandi styðja verkefni í Kambódíu, sem er hluti af alþjóðaverkefni Barnaheilla ”Bætum framtíð barna” (e. Rewrite the future), og miðar að því að auka skólaðgang og bæta gæði menntunar barna fram til ársins 2010. Í verkefni Barnaheilla í Kambódíu er áhersla lögð á að ná til barna sem búa í afskekktum svæðum og eru ekki í skóla, að bæta kennsluaðferðir og kennsluumhverfi og að auka hlutfall stúlkna sem sækja skóla. Í lok ársins 2006 lögðu Barnaheill til átta milljónir króna í uppbyggingu á skólastarfi barna í Stoeung Trong héraði í Kompong Cham sýslu í norðaustur Kambódíu. ...

Þú ert það sem þú gerir á Netinu.

Alþjóðlegi Netöryggisdagurinn er þriðjudaginn 12. febrúar. Í tilefni dagsins verður málþing á vegum SAFT í Kennaraháskóla Íslands frá kl 16 – 18.Alþjóðlegi Netöryggisdagurinn er þriðjudaginn 12. febrúar. Í tilefni dagsins verður málþing á vegum SAFT í Kennaraháskóla Íslands frá kl 16 – 18....