11.08.2022
Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa staðið að neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Úkraínu og nágrannalöndum. Söfnunin hefur gengið vel og söfnuðust 4,5 milljónir frá almenningi og fyrirtækjum. Með stuðningi utanríkisráðuneytisins bætti stjórn Barnaheilla 3 milljónum króna við það sem safnaðist.
03.08.2022
Þann 13. júlí, lögðu þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson af stað Vestfjarðaleiðina á traktorum og hófst ferð þeirra í Staðarskála. Vinirnir voru átta daga á leiðinni og komu í mark þann 20. júlí á Hvanneyri.
02.08.2022
Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar, ber ábyrgð á rekstri samtakanna og vinnur náið í teymi með leiðtogum innlendra og erlendra verkefna. Leitað er að kraftmiklum og framsæknum einstaklingi með sterkt tengslanet í starf þar sem reynir á frumkvæði, forystuhæfileika og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa marktæka reynslu og þekkingu á fjármálum, mannauðsmálum, markaðsmálum og fjáröflun.