Fréttir Barnaheilla

Haustsöfnun Barnaheilla er hafin til verndar stúlkum gegn ofbeldi

Najmo Fyasko, flóttakona frá Sómalíu keypti fyrsta armbandið í Haustsöfnun Barnaheilla við hátíðlega athöfn í húsnæði Barnaheilla í dag, fimmtudaginn 26. ágúst. Þannig sýndi hún verkefni Barnaheilla gegn ofbeldi á stúlkum í Síerra Leóne samstöðu. Najmo var sjálf neydd í hjónaband 11 ára að aldri með 32 ára gömlum manni en hún náði að flýja aðstæður tveimur árum síðar. Þrátt fyrir að vera einungis 23 ára gömul í dag hefur Najmo upplifað mikið ofbeldi á sinni stuttu ævi og í dag berst hún fyrir réttindum stúlkna og kvenna.

Kæra barn, hvernig líður þér?

Ég held að óhætt sé að segja að flestir foreldrar óska þess að börnum þeirra líði vel, gangi vel í hverju því sem þau taka sér fyrir hendur, séu heilbrigð og gangi vel félagslega. Rannsóknir sem Rannsókn og Greining gera reglulega sýna að líðan barna og ungmenna á Íslandi í dag mætti vera betri í heildina séð.

Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Síerra Leóne

Þessa dagana eru þrír fulltrúar á vegum Barnaheilla - Save the Children á Íslandi í heimsókn í Síerra Leóne. Tilgangur ferðarinnar er að undirbúa þróunarverkefni sem utanríkisráðuneytið hefur veitt styrk til. Íslendingum er boðið að fylgjast með fréttum af ferðinni á Instagram-reikningi Barnaheilla. 

Þrífast börn best á mis­jöfnu?

Málshættir endurspegla að mörgu leyti ákveðin viðhorf sem hafa verið ríkjandi og byggja jafnvel á reynslu og hugmyndum fyrri tíma. Á misjöfnu þrífast börnin best er málsháttur sem oft er vísað til. Það má til sanns vegar færa að aðstæður barna eru mismunandi og mikilvægt er að taka mið af ólíkum þörfum barna út frá aðstæðum þeirra, eiginleikum, bakgrunni og þroska þegar hugað er að því hvaða uppeldisskilyrði henta þeim best.

Þúsundir barna á flótta undan átökum og lifa á götum Kabúl

Áætlað er að um 72 þúsund börn hafi komið til Kabul, höfuðborgar Afganistan, á síðastliðnum dögum eftir að hafa flúið heimili sín vegna aukins ofbeldis. Mörg þeirra lifa ýmist á götunni eða í tjöldum og eru án matar. Og fleiri streyma að á hverjum klukkutíma.

Börn út um allan heim þjást af áhrifum loftslagsbreytinga

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children hafa gefið út yfirlýsingu varðandi skýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á börn, sem gefin var út þann 9. ágúst af Intergorvernmetnal Panel on Climate Change. Yolandi Wright starfsmaður Alþjóðasamtaka Barnaheilla - Save the Children segir áhrif loftslagsbreytinga hafa gríðarlega slæm áhrif á börn í heiminum.