Fréttir Barnaheilla

Sameiginleg yfirlýsing vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Fátækt barna í löndum velsældar

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa um árabil vakið athygli á málefnum barna sem búa við fátækt og þrýst á stjórnvöld að útrýma fátækt meðal barna á Íslandi. Í samstarfi við önnur Barnaheill - Save the Children samtök í Evrópu hafa samtökin unnið fjölda skýrslna um málefnið og þar með vakið athygli á því að óásættanlegt er að börn búi við fátækt, enda ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt kemur í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda.

Þekkir þú einhvern sem á skilið viðurkenningu?

Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla og er öllum frjálst að senda inn tilnefningu

Vissir þú að það má ekki meiða börn?