Fréttir Barnaheilla

Alþjóðasamtök Barnaheilla vinna með Clinton stofnuninni að því bæta menntun barna á átakasvæðum

Ári eftir að alþjóðasamtök Barnaheilla hleyptu af stokkunum alþjóðaverkefninu "Bætum framtíð barna" um menntun barna í stríðshrjáðum löndum, eru samtökin að hefja samstarf við fyrrum forseta Bandaríkjanna, Bill Clinton, flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna, UNHRC  og Angelinu Jolie sendiherra Sameinuðu þjóðanna. Markmið samstarfsins er að kalla eftir meiri framlögum vegna menntunar barna í flóttamannabúðum.Þetta var tillkynnt þann 25. september á þriggja daga ráðstefna Clinton stofnunarinnar, CGI. Ráðstefnuna sóttu fjöldi ráðamanna víðsvegar að úr heiminum til að ræða þau mál sem mest þykja aðkallandi og reyna að leita lausna.Framkvæmdastj&o...

Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum 4 milljón króna styrk

25.09.2007Utanríkisráðuneytið veitti Barnaheillum fjögurra milljóna króna styrk vegna hjálparstarfs samtakanna á flóðasvæðum í S-Asíu. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children sendu út ákall til landsfélaga sinna um allt að 6 milljóna dollara fjárstuðning (410 milljónir IKR) í ágúst síðastliðnum til að bregðast við þeirri miklu neyð sem skapaðist á flóðasvæðum í Nepal, Bangladesh, Pakistan og Indlandi. Barnaheill þakka Utanríkisráðuneytinu góðan stuðning.Framlag Utanríkisríkisráðuneytisins hefur verið sent til Nepal, en þar eyðilögðust 15.000 heimili og tugir manna fórust. Samgöngur og fjarskipti rofnuðu. Fyrsta hjálp ...

FH styrkti Barnaheill

Landsbankinn hét 30.000 kr fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skoruðu í 5. og 10. umferð deildarinnar.  Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára, FH, völdu að styðja Barnaheill. Framlagið var afhent fyrir leik FH og Vals á Kaplakrikavelli sunnudaginn 23.september og  tók Petrína Ásgeirsdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla, við því frá fyrirliða FH.  Barnaheill þakka Landsbankanum og FH kærlega fyrir góðan stuðning. Leggðu góðu málefni liðFyrirliðar FH og Vals afhenda fulltrúum Barnaheilla og Neistans framlög liðanna.Landsbankinn hét 30.000 kr fyrir hvert mark sem leikmenn Landsbankadeildarinnar skoruðu í 5. og 10. umferð deildarinnar.  Íslandsmeistarar síðustu þriggja ára, FH...

Málþing fyrir ungt fólk af erlendum uppruna

Málþing fyrir ungt fólk af erlendum uppruna verður haldið 24. september n.k frá kl: 08:30 til 12:30 í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð.Framtíð í nýju landi er verkefni sem ætlað er að aðstoða ungmenni af erlendum uppruna við að afla sér menntunar og skipuleggja líf sitt. Þannig er verkefninu ætlað að hjálpa þessum ungmennum að verða virkir þátttakendur í íslensku samfélagi.Fyrir forgöngu Framtíðar í nýju landi vinnur hópur ungs fólks af erlendum uppruna að undirbúningi málþings um stöðu og framtíð þeirra í þjóðfélaginu.Tilgangur málþingsins er að láta rödd ungmennanna heyrast til þess að auka skil...