Fréttir Barnaheilla

Búast við holskeflu flóttamanna frá Sýrlandi

Ótti almennings í Sýrlandi við loftárásir vegna efnavopnaárásarinnar í Damaskus í síðustu viku fer vaxandi. Staða sýrlenskra fjölskyldna og barna versnar með hverjum deginum sem líður og búist er við gífurlegri aukningu flóttamanna yfir landamærin til nærliggjandi landa á næstu dögum og viku. Barnaheill - Save the Children sem starfa á landamærum Sýrlands óttast um öryggi og ástand flóttamannanna og kalla eftir fjárstuðningi almennings til að mæta fjölgun flóttamanna.Ótti almennings í Sýrlandi við loftárásir vegna efnavopnaárásarinnar í Damaskus í síðustu viku fer vaxandi. Staða sýrlenskra fjölskyldna og barna versnar með hverjum deginum sem lí...

Ein milljón barna hafa flúið Sýrland

Fjöldi barna sem flýr Sýrland eykst með degi hverjum og er nú kominn upp í eina milljón. Börnin flýja átökin sem kosta líf bæði barna og fullorðinna, margir slasast alvarlega og fá hvorki mat né lyf samkvæmt upplýsingum frá starfsfólki Save the Children á svæðinu. Átökin hafa nú staðið yfir í tvö og hálft ár og ekkert lát virðist á árásum á almenna borgara. Nú síðast er grunur um notkun eiturefna gegn borgurum skammt frá Damaskus.Fjöldi barna sem flýr Sýrland eykst með degi hverjum og er nú kominn upp í eina milljón. Börnin flýja átökin sem kosta líf bæði barna og fullorðinna, margir slasast alvarlega og fá hvorki mat né lyf ...