Fréttir Barnaheilla

Barnaheill stýra verkefni á vegum Child Focus hér á landi:

Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem eru beitt kynferðislegu ofbeldiBarnaheill gengust fyrir kynningarfundi 25. júní sl. með fulltrúa belgísku samtakanna Child Focus í Brussel á verkefni í þágu barna, sem styrkt er af Evrópusambandinu.Verkefnið miðast að því að koma á fót skrá yfir frjáls félagasamtök í Evrópu, sem eru virk í stuðningi við týnd börn og börn sem beitt eru kynferðislegu ofbeldi og eru í samstarfi við lögreglu og réttarkerfið (Directory of civil society organisations working in the field of missing and sexually exploited children).Unnið að skráningu félagasamtaka sem eru virk í stuðningi við týnd börn og b...

Barnaheill hvetja til samvinnu í báráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi gagnvart börnum

Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtakanna, sem eru innan alþjóðasamtakanna INHOPE. Í henni kemur m.a. fram að mikill hluti mynda af kynferðislegu ofbeldi eru teknar á einkaheimilum, að barnaklám tengist „sex tourism“ og mansali og að vísbendingar séu um að skipulögð glæpastarfsemi sé farin að tengjast barnaklámi á Netinu. Í baráttunni gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum leggja Barnaheill áherslu á meiri samvinnu milli lögreglu, félagsþjónustu, heilsugæslu, barnaverndaryfirvalda, dómara og þeim samtökum sem koma að málefnum um kynferðislegt ofbeldi á börnum. Réttindi barna munu styrkjast við samvinnu þessara aðila. Komin er út stöðuskýrsla Save the Children-samtaka...

Save the Children koma fórnarlömbum flóðanna á Haítí til hjálpar

Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið öfluga neyðaraðstoð á flóðasvæðunum. Sérþjálfaðir starfsmenn samtakanna eru komnir til svæðanna sem urðu verst úti í báðum löndunum og útdeila neyðarskýlum, teppum, vatnshreinsitöflum og öðrum nauðsynjum til þúsunda barna og fjölskyldna þeirra sem lifðu af flóðin.Talið er að meira en 1.900 manns hafi týnt lífi í flóðunum á Haítí og í Dóminíska lýðveldinu. Samtökin Save the Children hafa brugðist skjótt við og hafið &oum...

Söfnun vegna neyðaraðstoðar til handa börnum í Súdan

Save the Children standa nú fyrir söfnun til að byggja upp og efla neyðaraðstoð samtakanna í Darfur-héraði í Súdan. Blóðug átök og þjóðernishreinsanir í héraðinu hafa orðið til að þess að rúmlega 1 milljón manns hefur flosnað upp frá heimilum sínum og um 3 milljónir að auki eru í alvarlegri hættu. Save the Children standa nú fyrir söfnun til að byggja upp og efla neyðaraðstoð samtakanna í Darfur-héraði í Súdan. Blóðug átök og þjóðernishreinsanir í héraðinu hafa orðið til að þess að rúmlega 1 milljón manns hefur flosnað upp frá heimilum sínum og um 3 milljónir að auki eru í alvarlegri hættu. ...