Fréttir Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children

Sameiginleg fréttatilkynning vegna útgáfu fræðsluefnis um Barnasáttmálann

Barnaheill, Umboðsmaður barna, og UNICEF á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Covid-19 mun hafa langvarandi áhrif á milljónir afrískra barna ef ekkert er að gert – Barnaheill – Save the Children undirbúa fyrirbyggjandi aðgerðir og kalla eftir stuðningi

Tilfellum Covid-19 hefur fjölgað jafnt og þétt í Afríku á undanförnum dögum og hafa stjórnvöld víðsvegar um álfuna reynt að bregðast við faraldrinum. Nú eru tilfellin komin yfir 20 þúsund og hafa öll Afríkuríki nema tvö tilkynnt um smit.

Árlegri landssöfnun Verndara barna frestað

Landssöfnun Verndara barna, forvarnarverkefni Barnaheilla gegn kynferðisofbeldi frestað til 24.ágúst 2020

APRÍL – al­þjóð­legur mánuður gegn of­beldi á börnum

Þennan mánuðinn, líkt og alla aðra mánuði ársins, hvetja Barnaheill – Save the Children á Íslandi einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og félagasamtök til að taka þátt í að gera Ísland að betri, ofbeldislausum, stað fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Það er hægt að gera með því að tryggja að foreldrar hafi þá þekkingu, færni og bjargir sem þeir þurfa til að vernda börn sín.

Til hamingju með 90 ára afmælið kæra Vigdís

Frú Vigdís Finnbogadóttir fagnar í dag, 15. apríl 90 ára afmæli sínu.

Stærsta neyðarkall Barnaheilla – Save the Children frá upphafi – til verndar börnum gegn áhrifum Covid-19 heimsfaraldursins

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children stefna að því að safna 100 milljónum dala til að geta brugðist hratt við og bjargað lífum milljóna barna.