Fréttir Barnaheilla

Opnunartími yfir jól og áramót

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn í heiminum.  Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest. 

Milljónir barna þjást af vannæringu vegna Covid-19

Vegna faraldursins þjást milljónir af vannæringu vegna hungurs og er áætlað að fjöldi barna sem þjást muni af vannæringu í kjölfar heimsfaraldurs muni aukast um 9,3 milljónir barna. Í skýrslunni kemur fram að áætlað er að um 153 börn muni láta lífið á hverjum degi vegna vannæringar sem tengist Covid-19 næstu tvö árin.

Orðsending til jólasveina og foreldra

Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum.

Fjöldi barna sem ekki stundar nám í Norður-Sýrlandi tvöfaldast vegna heimsfaraldurs

Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í nærri tíu ár og hafa þau haft gríðarleg áhrif á menntun barna í landinu. En nú í kjölfar heimsfaraldurs fjölgar þeim börnum í landinu sem ekki geta stundað nám. Barnaheill - Save the Children áætla að helmingur þeirra barna, í Norður-Sýrlandi, sem stundaði nám fyrir heimsfaraldur hafi flosnað upp frá námi.

Ungt fólk á tímum Covid-19, félagslíf og félagstengsl

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 9. desember kl. 8:30 - 10:00 á Zoom.  Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Ungt fólk á tímum Covid-19, félagslíf og félagstengsl. 

125 börn drepin eða illa særð síðan vopnahlé hófst í mars

Að minnsta kosti 43 börn hafa verið drepin og önnur 84 særð í Norð-vestur Sýrlandi frá því að vopnahlé hófst í mars 2020, samkvæmt greiningu Barnaheilla - Save the Children. Í mars sömdu stríðsaðilar um vopnahlé en samkvæmt nýjustu skýrslu Save the Children á svæðinu hafa stríðsátök aukist og nú í október hefur ástandið aldrei verið verra. Börn og fjölskyldur þeirra eru fórnarlömb árása, þar sem heimili, sjúkrahús og skólar hafa orðið fyrir sprengingum.

125 börn drepin eða illa særð frá því að samið var um vopnahlé í mars

Að minnsta kosti 43 börn hafa verið drepin og önnur 84 særð í Norð-vestur Sýrlandi frá því að vopnahlé hófst í mars 2020, samkvæmt greiningu Barnaheilla - Save the Children. Í mars sömdu stríðsaðilar um vopnahlé en samkvæmt nýjustu skýrslu Save the Children á svæðinu hafa stríðsátök aukist og nú í október hefur ástandið aldrei verið verra. Börn og fjölskyldur þeirra eru fórnarlömb árása, þar sem heimili, sjúkrahús og skólar hafa orðið fyrir sprengingum.

Barnaheill senda hvatningu til fjölmiðla vegna umfjöllunar um börn

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fá títt ábendingar um og skoða umfjöllun fjölmiðla um mál sem tengjast börnum með einum eða öðrum hætti. Samtökin verða því miður vör við að þörf sé á að árétta mikilvægi þess að um börn sé fjallað á þann hátt að ekki brjóti gegn réttindum þeirra, m.a. til friðhelgi einkalífs.

Nýr vefur um var Barnasáttmálann opnaður á degi mannréttinda barna

Á hinum endurnýjaða vef, www.barnasattmali.is, er að finna fræðslu um mannréttindi barna. Margt nýtt og spennandi er á vefnum sem auðveldar fræðslu um þau. Þar er Barnasáttmálinn birtur með barnvænum texta, hann er táknmálstúlkaður og á vefnum er vefþula sem hentar blindum og sjónskertum. Hann hefur jafnframt að geyma heildartexta Barnasáttmálans og Barnasáttmálann á mörgum tungumálum.