Fréttir Barnaheilla

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kaupir ljós

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla í dag og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla samstöðu.

Landssöfnun Barnaheilla hefst í dag

Í dag, 24. ágúst, hefst Landssöfnun Barnaheilla og stendur yfir til 6. september. Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af söfnuninni í verkefniðVerndarar barna sem er forvarnaverkefni samtakanna gegn kynferðisofbeldi á börnum

Gleymda stríðið - 83 börn myrt í Kongó

83 börn hafa verið myrt í Kongó af árásarhópnum CODECO, þar af voru 14 börn afhöfðuð með sveðjum og eitt barn brennt lifandi. 17 börn til viðbótar særðust í árásunum. Kynferðisofbeldi gegn börnum hefur einnig aukist gífurlega á svæðinu.

Sjö börn létu lífið í loftárás í Jemen í gær

Sjö börn létu lífið í loftárás í Jemen í gær. Stríðið í Jemen hefur staðið yfir í meira en fimm ár og óskar framkvæmdarstjóri Barnaheilla - Save the Children í Jemen eftir alþjóðlegu vopnahléi.

Barnaheill fagna flottu samstarfi við stúlknalið Þróttar R. og Leiknis

Sameiginlegt stúlknalið Þróttar R. og Leiknis í 3. flokki spila í búningum merktum Barnaheillum.

Sjúkrahús yfirfull í Beirút og slösuðum börnum vísað frá

Stærstu sprengingar í sögu Líbanon áttu sér stað í Beirút, höfuðborg landsins í gær, þriðjudaginn 4. ágúst. Mikið tjón var í um 10 km radíus við sprengingarnar. Talið er að um helmingur bygginga í borginni hafi eyðilagst og um 300 þúsund manns hafi misst heimili sín.