Fréttir Barnaheilla

Fjögur börn létust í sprengjuárásum í Sýrlandi

Barnaheill – Save the Children eru harmi slegin vegna dauða fjögurra barna, sem létust í gærmorgun í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi. Tveir starfsmenn samstarfssamtaka Save the Children létust einnig í árásinni. Ein fjögurra ára stúlka lést á leið sinni í skólann í bænum Ariha þegar hún varð fyrir sprengjuárás. Tvö börn til viðbótar voru drepin í bænum Kafraya og það fjórða, 10 ára drengur, í borginni Idlib. Tugir annarra barna særðust.