Fréttir Barnaheilla

65.000 börn flúðu heimili sín á einum degi vegna stigvaxandi átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Átök í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hafa staðið yfir í meira en tvo áratugi. Nú hafa átökin stigmagnast í kjölfar heimsóknar Francis páfa til landsins sem kom til þess að flytja boðskap um frið og sátt í landinu. Vegna stigmagnandi átaka neyddust meira en 122.000 manns, þar af 65.000 börn, að flýja heimili sitt daginn sem átök stigmögnuðust. Þessi fjöldi barna eru berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun.