Fréttir Barnaheilla

Talíbanar banna konum að sinna hjálparstarfi í Afganistan

Barnaheill - Save the Children hafa stöðvað starfsemi sína í Afganistan í kjölfar þess að Talíbanar, sem hafa setið við stjórnvölinn í Afghanistan síðan haustið 2021, tilkynntu að konum væri bannað að vinna við hjálparstörf. Bann Talíbana kemur í kjölfar þess að hjálparstarfsfólk hefur ekki fylgt reglum stjórnvalda um íslamskan klæðaburð fyrir konur.

Gleðilegt nýtt ár

Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn á nýliðnu ári.