Fréttir Barnaheilla

Ríkisstjórnin stykir samstarfsverkefni um gerð nýs fræðsluefnis um Barnasáttmálann

Ríkisstjórnin hefur ákveðið að veita fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til að standa straum af nýjum vef og öðru fræðsluefni um Barnasáttmálann.

Viðmið um skjánotkun barna og ungmenna

Tækni og tölvur eru ríkur þáttur í daglegu lífi all flestra. Að frumkvæði umboðsmanns barna hafa verið gefin út viðmið um skjánotkun barna og ungmenna til stuðnings foreldrum við að stuðla að jákvæðri og uppbyggilegri umgengni við tækni, tölvur og snjalltæki.

Hræðileg neyð í Mósambík vegna fellibylsins Idai

Áætlað er að 6.013 börn fæðist í þessum mánuði eða 194 á dag á svæðum þar sem fellibylurinn Idai færði land á kaf í vatn og eyðilagði 100.000 heimili. Þessi börn eru í aukinni hættu á að smitast af kóleru og malaríu.

Réttur barna til verndar gegn ofbeldi

Í tilefni af 30 ára afmæli Barnasáttmálans á þessu ári fjalla Barnaheill, umboðsmaður barna og Unicef á Íslandi um ákveðnar greinar Barnasáttmálans mánaðarlega og útskýra nánar inntak þeirra til fræðslu og upplýsinga. Greinar marsmánaðar fjalla um rétt barna til verndar gegn ofbeldi.

Barnaheill undirbúa þróunarverkefni í Úganda

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi, og Guðrún Helga Jóhannsdóttir, verkefnisstjóri erlendra verkefna, eru staddar í Úganda á vegum samtakanna við undirbúning nýs þróunarverkefnis í samstarfi við landsskrifstofu Save the Children í Úganda.

Í hverjum mánuði deyja eða særast 37 jemensk börn

Á morgun, 26. mars, verða fjögur ár síðan stríð braust út í Jemen. Síðustu tólf mánuði hafa að minnsta kosti 226 jemensk börn látið lífið og 217 slasast í loftárásum Sádi-Araba og bandamanna þeirra. Það eru 37 börn í hverjum einasta mánuði.

Málþing um börn og samskipti á internetinu fór fram í dag

Málþing um börn og samskipti á internetinu var haldið í dag og tókst með ágætum. Fred Langford, forseti Inhope, alþjóðlegra regnhlífasamtaka ábendingalína, og aðstoðarframkvæmdastjóri Internet Watch Foundation var aðalfyrirlesari.

Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2019

Í dag var tilkynnt um úthlutun úr Lýðheilsusjóði og hlutu tvö verkefni Barnaheilla styrk úr sjóðnum auk þess sem Verndarar barna - Blátt áfram, sem hafa sameinast Barnaheillum hlutu styrk.

Verum snjöll

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 20. mars kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins að þessu sinni er: Verum snjöll – Jafnvægi í snjalltækjanotkun barna.

Hjóla­söfn­un Barna­heilla hófst í áttunda sinn í dag

Hjóla­söfn­un Barna­heilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokk­un­um um hádegisbil í dag, 15. mars, í Sorpu á Sæv­ar­höfða. Að þessu sinni var það persónan Matthildur úr samnefndu leikriti í uppfærslu Borgarleikhússins sem af­henti fyrstu hjólin í söfnunina.