Fréttir Barnaheilla

Börn sem þátttakendur í heimi fullorðinna

Börn eru einstaklingar með sín eigin sjálfstæðu mannréttindi. Þau eru ekki réttminni en hinir fullorðnu, þvert á móti, þau njóta á ýmsan hátt ríkari réttinda en hinn almenni fullorðni einstaklingur því þau eru talin þurfa stuðning og vernd sem gengur lengra en fullorðnir almennt þurfa á að halda.

Hvað verður um barnið mitt í sumar?

Nú fer að nálgast sá tími árs að fjölskyldur fara að huga að sumarfríi og grunnskólar að skólalokum þetta skólaárið. Skólalokin eru ávallt þáttaskil í lífi hvers barns og nýtt upphaf hefst svo í sumarlok með nýjum áskorunum og nýjum verkefnum.

Hvaða for­sendur þarf til að skima eftir mögu­legri hættu eða at­burðar­ás sem gæti leitt til of­beldis á barni?

Frétta - og vefmiðlar loga enn og aftur af mikilvægri og þarfri umræðu um kynferðisofbeldi og trúverðugleika þolenda við tilkynningar eða kærur sem lagðar eru fram í kjölfar ofbeldis. Sumir af þeim voru börn þegar þau urðu fyrir slíku ofbeldi. Það er ekki sársaukalaust að lesa þessar sögur en þær gefa von um að fólk sjái réttari mynd af þessari “ósamþykktu” umræðu í íslensku samfélagi eins og annars staðar í heiminum.

Fjöldi barna hafa verið drepin á Gaza svæðinu síðastliðna viku

Alþjóðasamtök Barnaheilla – Save the Children kalla eftir tafarlausu vopnahléi, þar sem fjöldi barna hefur verið drepinn í átökum síðastliðna viku. Yfir þúsund manns á Gaza svæðinu, þar af 366 börn, hafa einnig særst. Yfir 500 húsnæði hafa verið gjöreyðilögð í átökunum undanfarna daga og yfir 30 skólar og fjöldi heilsugæsla hafa einnig verið skemmd.

Ný stjórn Barnaheilla

Ný stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin á aðalfundi samtakanna þann 11. maí. Tvær breytingar voru  á stjórn frá árinu áður en  Bjarni Torfi Álfþórsson tók sæti í stjórninni ásamt Funa Sigurðssyni sem tók sæti sem vararmaður. Úr stjórn gengu Páll Valur Björnsson og Birkir Már Árnason. Þakka Barnaheill þeim kærlega fyrir vel unnin störf. 

Hjólasala Barnaheilla hefst

Nú er úthlutun hjóla til barna og ungmenna lokið en alls bárust 299 umsóknir um hjól í ár. Nú hefst hin árlega hjólasala Barnaheilla n.k. fimmtudag og verða afgangshjól á góðu verði seld til styrktar verkefnum Barnaheilla. Allir eru velkomnir í hjólasöluna.

Netið gleymir ekki. Alvarlegur glæpaheimur selur nekt barna og ungmenna

Næsti fræðslufundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Netið gleymir ekki. Alvarlegur glæpaheimur selur nekt barna og ungmenna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

Aðalfundur Barnaheilla 2021

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram þriðjudaginn 11. maí kl. 17:00. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf ásamt erindi frá fulltrúa Save the Children á Ítalíu. Félagsmenn eru hvattir til að  mæta. 

Guðni forseti kaupir fyrsta ljósið í Landssöfnun Barnaheilla

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla á sumdardaginn fyrsta, 22. apríl og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla, og baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum, samstöðu. Guðni forseti mætti á staðinn og fór fögrum orðum um starf Barnaheilla en þetta er í fjórða sinn sem hann kemur og kaupir ljós í þessari mikilvægu fjáröflun.

Hjólasöfnun Barnaheilla - líka á landsbyggðinni

Á fimmtudaginn er sumardagurinn fyrsti. Daginn tekur sífellt að lengja og við sjáum grasið byrja að grænka og fuglana syngja sumarið inn fyrir okkur. Við sem búum á Íslandi fögnum þessum árstíma og hlökkum til að komast út í sumarið og vonandi verður sumarið okkur gott.