Fréttir Barnaheilla

Dagur mannréttinda barna er 20. nóvember á afmælisdegi Barnasáttmálans

Hvernig væri að gefa hugmyndafluginu lausan tauminn, taka þátt í orðasmiðju Barnaheilla og semja slagorð eða málshætti sem styðja við barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna? Barnaheill hvetja alla skóla til þátttöku.

Jólakort Barnaheilla 2018 er komið út

Jólakort Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er komið út. Það er Linda Ólafsdóttir sem gerir kortið að þessu sinni og gefur samtökunum. Kortið heitir Friðarjól.

Símalaus sunnudagur 2018

Sunnudaginn 4. nóvember næstkomandi ætla Barnaheill – Save the Children á Íslandi að hvetja landsmenn til þess að hafa símalausan sunnudag. Í því felst að leggja snjallsímanum eða snjalltækinu frá kl. níu til níu þann dag og verja deginum með fjölskyldu eða vinum – símalaus.

Kennarar skipta meira máli en allt annað

Börn læra ef þau hafa góðan kennara – það gerist þótt engar skólastofur séu til staðar, né bækur, tafla eða krít. Kennarar skipta meira máli í námi barna en allt annað. Þess vegna ætti fjárfesting í kennurum að vera algjört forgangsmál til að tryggja að flóttabörn fái gæðamenntun.

Barnaheill – Save the Children hvetja til þess að vopnasala til Sádi-Araba verði stöðvuð þar til þeir hætta að brjóta alþjóðareglur

Barnaheill – Save the Children lýsa yfir miklum áhyggjum yfir ástandinu í Jemen og hvetja til þess að alþjóðasamfélagið og ríkisstjórnir beiti sér fyrir því að vopnasala til Sádi-Arabíu verði stöðvuð.

Alþjóðadagur stúlkubarna er í dag

Í dag, 11. október, er Alþjóðadagur stúlkubarna. Barnaheill – Save the Children hafa helgað daginn baráttunni gegn barnahjónaböndum. Í nýrri skýrslu samtakanna, Working Together to End Child Marriage, er fjallað um vandann og lausnir á honum.

Lyfjanotkun ungmenna

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 10. október kl. 8.15–10.00 á Grand hótel. Fjallað verður um LYFJANOTKUN UNGMENNA – ÍSLENSKAN VERULEIKA. Sjá nánar auglýsingu sem fylgir fréttinni.

Ég á mér stóra drauma

Segir Najmo Cumar Fiyasko í viðtali sem birtist í Blaði Barnaheilla sem kom út í maí síðastliðnum. Najmo starfar með ungmennaráði Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.

Ársskýrsla Barnaheilla – Save the Children 2017 er komin út

Árið 2017 náði starf okkar til 49 milljóna barna í 120 löndum. Við brugðumst við neyðarástandi í 121 tilviki og lögðum okkar af mörkum í 17 mikilvægum lagasetninum. Heildartekjur samtakanna og allra aðildarlanda námu samtals 2,2 milljörðum dollara. Þetta og margt fleira má lesa í nýútkominni ársskýrslu Barnaheilla – Save the Children fyrir árið 2017.

Skólaforðun – Falinn vandi

Fyrsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins þennan veturinn verður á Grand hótel miðvikudaginn 19. september kl. 8.15. Yfirskrift fundarins er SKÓLAFORÐUN – FALINN VANDI.