Fréttir Barnaheilla

Hjólasala Barnaheilla framlengd til 29. maí

Hjólasöfnun lokið – hjólasala hefst í dag

SIMBI – ráðstefna um málefni barna

Þriðjudaginn 8. maí kl. 9–16 verður ráðstefna á Hilton hóteli um málefni barna á vegum velferðarráðuneytis þar sem meðal annars viðhorf og verkefni frjálsra félagasamtaka verða kynnt. Dagskrá og skráning er á radstefna.is.

Réttur barna í opinberri umfjöllun

Náum áttum-hópurinn blæs til morgunverðarfundar miðvikudaginn 25. apríl kl. 8:15–10:00 á Grand hótel. Yfirskrift fundarins er „Réttur barna í opinberri umfjöllun“.

Leiðrétting

Vegna greinar sem birtist á Eyjunni.DV.is, fimmtudaginn 12. apríl síðastliðinn vilja Barnaheill – Save the Children á Íslandi koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri:

Ný stjórn Barnaheilla

Ný stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin einróma á aðalfundi samtakanna þann 10. apríl síðastliðinn. Formaður til tveggja ára var kjörin Harpa Rut Hilmarsdóttir. Páll Valur Björnsson var kosinn varaformaður.

Börn syngja til styrktar Barnaheillum

Börn úr þremur kórum, undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur, sungu til styrktar Barnaheillum – Save the Children á Íslandi fyrir fullu húsi í Lindakirkju laugardaginn 7. apríl.

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Aðalfundur Barnaheilla – Save the Children á Íslandi verður haldinn þriðjudaginn 10. apríl næstkomandi.

Velferð barna í nútíð og framtíð

Fyrir tæpum þrjátíu árum var barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Sáttmálinn á að tryggja börnum heims öryggi og vernd, góð lífsskilyrði og tækifæri. Sáttmálinn á jafnframt að tryggja börnum sérstök réttindi umfram þá fullorðnu, ekki síst þar sem börn eru berskjaldaðri en þeir fullorðnu og mikilvægt að búa þeim sem best umhverfi til að þroskast.

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag

Hjóla­söfn­un Barna­heilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokk­un­um um hádegisbil í dag, 23. mars í Sorpu á Sæv­ar­höfða. Friðrik Dór Jónsson tónlistarmaður af­henti fyrstu hjólin í söfn­un­ina og hvatti þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjól­um sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau. Þau Elsa Margrét Þórðardóttir og Bjartur Bóas Hinriksson, bæði á tíunda ári, tóku við fyrstu hjólunum.