Fréttir Barnaheilla

Út að borða fyrir börnin hefst í dag

Öll verkefni Barnaheilla snúa að vernd barna gegn ofbeldi, bæði hér innanlands og erlendis. 

#Komment­sens

Ljóst er að með aukinni netnotkun og tilkomu þess að geta skrifað athugasemdir við hinar ýmsu færslur, eða kommentakerfi, hefur notkun ljótra og meiðandi orða og skoðana orðið sýnilegri. Nauðsynlegt er að samfélagið allt taki höndum saman um að stemma stigu við slíkum samskiptum og því fyrr því betra.

Samþætt þjónusta og vellíðan í þágu farsældar barna

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 16. febrúar 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Samþætt þjónusta og vellíðan í þágu farsældar barna. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

#kommentsens kynningarherferð

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er haldinn í dag, 8. febrúar en þá taka ríki heims sig saman um að hvetja til öruggrar og jákvæðrar netnotkunar barna og fyrir börn. Af því tilefni Hafa Barnaheill hrint af stað kynningarherferðinni  #Kommentsens.

Fræðsla fyrir for­eldra og að­stand­endur barna sem orðið hafa fyrir kyn­ferðis­of­beldi

Foreldrar verða fyrir miklu áfalli þegar í ljós kemur að barn þeirra hefur verið beitt kynferðisofbeldi og hefur mögulega þagað yfir því í marga mánuði, jafnvel ár. Því er stuðningur við foreldra mikilvægur eftir slíkt áfall. Erfiðar tilfinningar eins og sorg, reiði og ótti eru tilfinningar sem algengt er að foreldrar upplifa ásamt skömm og að vita ekki hvernig eigi að bregðast við. Oft er álagið það mikið að foreldrar missa tökin og þurfa stuðning til að sinna öðrum börnum á heimilinu sem og til að sinna sjálfum sér. Eins eru sumir foreldrar að jafna sig eftir erfið áföll eins og sundrung innan fjölskyldu.

Fjármagn til barnaverndar ekki í samræmi við sívaxandi þörf

Fjármagni sem veitt er til að vernda börn í heiminum er ekki í samræmi við sívaxandi þörf, en aldrei hafa fleiri börn þurft á barnavernd að halda. Það kemur fram í nýrri skýrslu sem nokkur leiðandi mannréttindasamtök í heiminum gáfu út í dag

Áramótaheit í þágu barna

Barnaheill – Save the Children sem hafa unnið að mannréttindum barna í meira en 100 ár hafa gert baráttuna gegn loftslagsbreytingum að einu af sínu meginverkefnum, þar sem loftslagsbreytingar ógna mannréttindum barna. Loftslagsbreytingar ógna rétti barna til lífs, verndar og menntunar.

Aldrei fleiri þurft á mannúðaraðstoð að halda

Á nýju ári munu 237 milljónir manna þurfa á mannúðaraðstoð og vernd að halda samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Sá fjöldi hefur aldrei verið meiri.

Nú er hægt að styðja við mannréttindi barna og fá skattaafslátt í leiðinni

Einstaklingar og fyrirtæki fá skattaafslátt ef stutt er við almannaheillafélag eins og Barnaheill.

Barnaheill þakka fyrir ómetanlegan stuðning

Annað árið í röð seldu Barnaheill Heillagjafir fyrir jólin. Heillagjafir eru fjáröflunarleið til styrktar erlendu starfi Barnaheilla og stuðla að bættri heilsu, öryggi og menntun barna sem búa við erfiðar aðstæður í þeim löndum sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi starfa; Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó, Síerra Leóne og Líberíu.