Fréttir Barnaheilla

Hundur eða blaðra? Vímuefnaleit í framhaldsskólum og skólaskemmtunum

Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 6. febrúar um vímuefnaleit í framhaldsskólum og á skólaskemmtunum.Fjallað verður um friðhelgi einkalífs barna, sjónarmið nemenda og hvað virkar best í forvörnum. Framsögu hafa Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, Héðinn s. Björnsson hjá embætti landlæknis og fulltrúar framhaldsskólanna. Fundarstjóri er Árni Einarsson.Þátttökugjald er 1.800 og skráning fer fram á heimasíðu Náumáttum. Nánari upplýsingar um fundinn er að finna hér.Náum áttum hópurinn stendur fyrir morgunverðarfundi á Grand Hótel Reykjavík miðvikudaginn 6. fe...

Barnaheill fagna því að lögfesting Barnasáttmálans sé í sjónmáli

Barnaheill – Save the Children á Íslandi fagna því að lögfesting Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sé nú í sjónmáli. Alþingi samþykkti í gær frumvarp til laga um lögfestingu sáttmálans íftir aðra umræðu og fer málið nú í þriðju umræðu. Samtökin hvetja stjórnvöld til að ljúka ferlinu sem allra fyrst og tryggja þannig íslenskum börnum þau réttindi sem kveðið er á um í samningnum með fullnægjandi hætti, óháð réttindum fullorðinna. Þá verður hægt að beita ákvæðum Barnasáttmálans fyrir íslenskum dómstólum sem settum lögum.Eitt meginhlutverk Barnaheilla frá...

Fólksflótti frá Sýrlandi – börn flýja til að bjarga lífi sínu

Á síðustu 24 klukkustundum er áætlað að 10.000 börn og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýrland yfir landamærin til Jórdaníu. Átök hafa harðnað í suðurhluta Sýrlands með þeim afleiðingum að næstum 20.000 flóttamenn hafa flúið til landamæranna. Í gærkvöldi komu næstum 3.500 manns í Zaatari flóttamannabúðirnar. Á hverjum klukkutíma koma allt að fimm rútur í búðirnar, flestar yfirfullar af örþreyttu og hræddu fólki sem flúið hefur heimili sín með þær fáu eigur sem það getur haldið á.Á síðustu 24 klukkustundum er áætlað að 10.000 börn og fjölskyldur þeirra hafi flúið Sýr...

Mjúkdýraleiðangur IKEA skilar 258 milljónum

Viðskiptavinir IKEA um allan heim söfnuðu 10,5 milljónum evra, eða sem svarar 258 milljónum íslenskra króna, í Mjúkdýraleiðangri IKEA 2012. Þar af söfnuðust rúmlega tvær milljónir á Íslandi sem renna til Barnaheilla - Save the Children á Íslandi og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna hér á landi. Fjármagnið rennur til menntunar barna í Asíu, Afríku og Mið- og Austur Evrópu. Börn á Barnaspítala Hringsins njóta líka góðs af söfnuninni, því viðskiptavinir IKEA á Íslandi gáfu 333 mjúkdýr sem börn á spítalanum fá.Viðskiptavinir IKEA um allan heim söfnuðu 10,5 milljónum evra, eða sem svarar 258 milljónum íslenskra kr&oa...

Endurbætur á íbúðum fyrir langveik börn

Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka tvær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ætlaðar eru fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda. Önnur íbúðin hefur nú verið töluvert endurnýjuð og til stendur að endurnýja hina á næstu mánuðum. Barnaspítali Hringsins hefur umsjón með notkun íbúðanna sem eru staðsettar á Rauðarárstíg og Skúlagötu.Barnaheill – Save the Children á Íslandi reka tvær íbúðir á höfuðborgarsvæðinu sem ætlaðar eru fjölskyldum veikra barna af landsbyggðinni sem þurfa að dvelja í Reykjavík vegna veikinda. Önnur íbúðin hef...

Lagaleg skylda að tilkynna um ofbeldi gegn börnum

Öll börn eiga rétt á vernd gegn hvers kyns ofbeldi, eins og kynferðislegu ofbeldi, misnotkun og vanrækslu, samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og íslenskum lögum. Hver og einn ber skyldu til að tillkynna til yfirvalda hafi hann grun um að barn sé beitt ofbeldi. Þeir sem vinna með börnum, eða að málefnum þeirra, bera ríkari skyldur og ábyrgð á að vernda börn gegn ofbeldi og tilkynna til yfirvalda hafi þeir grun um slíkt.„Umræða síðustu daga um kynferðisbrot gegn börnum og þöggun samfélagsins beinir athyglinni í auknum mæli að þessari skyldu,“ segir Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Íslandi.Öll börn eiga rétt á vernd geg...

Héðinn Halldórsson kynnti starf alþjóðasamtakanna

Héðinn Halldórsson, starfsmaður Barnaheilla - Save the Children í Danmörku, heimsótti starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi laugardaginn 22. desember.  Héðinn starfar sem fjölmiðlafulltrúi vegna neyðarhjálpar (Emergency Communication Manager) og er sendur víða um heim í þeim tilgangi, bæði á vegum samtakanna  í Danmörku og einnig sem fulltrúi alþjóðasamtaka Save the Children.    Héðinn Halldórsson, starfsmaður Barnaheilla - Save the Children í Danmörku, heimsótti starfsfólk og stjórn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi laugardaginn 22. desember.  Héðinn starfar sem fjölmiðlafulltrúi vegna neyðarhjálpar (Emergency Communication Man...