20.02.2023
Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja vekja athygli á að ættleiðing er ekki rétta svarið fyrir börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Yfirvöld á staðnum og hjálparsamtök reyna allar leiðir til sameina börn fjölskyldum sínum eða nærsamfélagi.
15.02.2023
Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í dag 15. febrúar. Veitingastaðir styðja átakið með því að láta ágóða af matseðli renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í tólfta sinn og stendur yfir í einn mánuð eða frá 15. febrúar til 15. mars.
13.02.2023
Skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu útsetur börn sem lifðu af jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir sjúkdómum.
Þau svæði í Tyrklandi sem urðu hvað verst úti í hörmulegum jarðskjálftum í síðustu viku þurfa nauðsynlega á brýnni lífsbjargandi aðstoð að halda til að koma í veg fyrir lýðheilsuneyðarástand.
13.02.2023
Næsti fundur Náum áttum verður miðvikudaginn 15. febrúar nk. kl 8:30-10:00. Umræðuefnið verður að þessu sinni Samfélagsmiðlar, áhrifavaldar og miðlalæsi. Hver er staðan og hvernig ætti að kenna?
10.02.2023
Eftir 12 ár af linnulausum átökum dynur enn ein hörmungin á Sýrlandi og sýrlenskum börnum. Árásir, dráp og ofbeldi af öllu tagi hafa síðastliðin áratug verið daglegt brauð hjá yfir sjö milljónum sýrlenskra barna. Í morgun vöknuðu mörg barnanna við jarðskjálfta sem mældist 7,8 að stærð. Skjálftinn sem á upptök sín á landamærum Sýrlands og Tyrklands er sá stærsti sem mælst hefur á svæðinu í 100 ár.
10.02.2023
Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðistofnuninni er áætlað að jarðskjálftarnir í Tyrklandi og Sýrlandi snerti um 23 milljónir manna og þar af um 1,4 milljónir barna. Fjöldi barna á hamfarasvæðunum er nú forsjáraðilalaus og orðið viðskila við fjölskyldur sínar af ýmsum ástæðum. Voru ekki með þeim þegar jarðskjálftarnir riðu yfir, eða heimilin þeirra hafa hrunið og fjölskyldan föst í rústum, eða látin. Fjöldi barna sefur nú utan húss eða í bílum í frosthörkum sem eru nú á svæðunum. Enn eru börn föst í húsarústum og hver klukkustund skiptir máli til að hægt verði að bjarga þeim á lífi út úr rústunum.
07.02.2023
Nýtt veggspjald um Ábendingalínu Barnaheilla
Í tilefni alþjóðlega netöryggisdagsins 7. febrúar 2023, gefa Barnaheill út nýtt veggspjald til að vekja athygli á Ábendingalínu Barnaheilla. Veggspjaldinu er dreift í grunn- og framhaldsskóla, félagsmiðstöðvar, sundlaugar, íþróttamiðstöðvar og bókasöfn.
07.02.2023
Öll börn eiga rétt á að vaxa í öruggu umhverfi og að njóta bestu mögulegu heilsu, sem felur meðal annars í sér kynheilbrigði.
Til að stuðla að kynheilbrigði þurfa börn að fá kynfræðslu frá unga aldri. Kynfræðsla sem byrjar snemma styður við þroska barnsins og veitir því þær upplýsingar sem það þarf til að vernda sig og önnur börn.
06.02.2023
Í nótt, mánudaginn 6. febrúar um klukkan 4 að staðartíma, varð jarðskjálfti af stærðinni 7,8 meðfram landamærum Tyrklands og Sýrlands. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa hafið neyðarsöfnun fyrir börn á hamfarasvæðum.
02.02.2023
Átök í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hafa staðið yfir í meira en tvo áratugi. Nú hafa átökin stigmagnast í kjölfar heimsóknar Francis páfa til landsins sem kom til þess að flytja boðskap um frið og sátt í landinu. Vegna stigmagnandi átaka neyddust meira en 122.000 manns, þar af 65.000 börn, að flýja heimili sitt daginn sem átök stigmögnuðust. Þessi fjöldi barna eru berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun.