Fréttir Barnaheilla

Forvarnir og fræðsla um kynferðisofbeldi gegn börnum, verkefnið CSAPE 2022-2024

Öll börn eiga rétt á að vaxa í öruggu umhverfi og að njóta bestu mögulegu heilsu, sem felur meðal annars í sér kynheilbrigði. Til að stuðla að kynheilbrigði þurfa börn að fá kynfræðslu frá unga aldri. Kynfræðsla sem byrjar snemma styður við þroska barnsins og veitir því þær upplýsingar sem það þarf til að vernda sig og önnur börn.

Barnaheill veita neyðaraðstoð til barna í Tyrklandi og Sýrlandi vegna náttúruhamfara

Í nótt, mánudaginn 6. febrúar um klukkan 4 að staðartíma, varð jarðskjálfti af stærðinni 7,8 meðfram landamærum Tyrklands og Sýrlands. Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa hafið neyðarsöfnun fyrir börn á hamfarasvæðum.

65.000 börn flúðu heimili sín á einum degi vegna stigvaxandi átaka í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Átök í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó hafa staðið yfir í meira en tvo áratugi. Nú hafa átökin stigmagnast í kjölfar heimsóknar Francis páfa til landsins sem kom til þess að flytja boðskap um frið og sátt í landinu. Vegna stigmagnandi átaka neyddust meira en 122.000 manns, þar af 65.000 börn, að flýja heimili sitt daginn sem átök stigmögnuðust. Þessi fjöldi barna eru berskjölduð fyrir ofbeldi og misnotkun.

Börn búa við rafmagnsleysi í miklum kulda í Úkraínu

Raforkuframleiðslugeta í Úkraínu hefur minnkað um meira en helming síðan í október eftir að Rússar settu meiri kraft í árásir sínar í garð Úkraínumanna.

Börnum sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda fjölgar um 20% á milli ára

Á nýliðnu ári jókst fjöldi barna sem þurfa á mannúðaraðstoð að halda um 20%. Árið á undan, árið 2021 voru börn sem þurftu á mannúðaraðstoð að halda 123 milljónir en eru í dag 149 milljónir. Helmingur þessara barna býr í einungis sjö löndum. Fjölgun barna í neyð má rekja til aukinna átaka, hungurs og loftslagsbreytinga í heiminum.

Talíbanar banna konum að sinna hjálparstarfi í Afganistan

Barnaheill - Save the Children hafa stöðvað starfsemi sína í Afganistan í kjölfar þess að Talíbanar, sem hafa setið við stjórnvölinn í Afghanistan síðan haustið 2021, tilkynntu að konum væri bannað að vinna við hjálparstörf. Bann Talíbana kemur í kjölfar þess að hjálparstarfsfólk hefur ekki fylgt reglum stjórnvalda um íslamskan klæðaburð fyrir konur.

Gleðilegt nýtt ár

Barnaheill - Save the Children á Íslandi óska öllum landsmönnum gleðilegs nýs árs þakka öllum kærlega fyrir stuðninginn á nýliðnu ári.

Opnunartími Barnaheilla yfir hátíðarnar

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 2. janúar.

H&M HOME selur ævintýralega vörulínu til stuðnings verkefnum Barnaheilla

Barnaheill og H&M HOME hafa sett á laggirnar nýja vörulínu með ævintýralegum leikföngum annað árið í röð. Líkt og í fyrra er yfirskrift vörulínunnar Hvert barn á skilið töfrandi æsku. Vörulínan er komin í verslanir H&M HOME á Íslandi ásamt verslunum í 30 öðrum löndum. 10% af allri sölu rennur til verkefna Barnaheilla – Save the Children sem miða að því að vernda börn á hamfara- og átakasvæðum.

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hefja þróunarverkefni í Goma

Barnaheill – Save the Children á Íslandi, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, hafa hafið þróunarverkefni í Goma í austurhluta Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó til að styðja við og vernda börn er búa á götunni. Mörg börn hafa ekki í nein hús að venda og búa á götunni í Goma. Börnin hafa orðið aðskila við fjölskyldur sínar af margvíslegum ástæðum, eins og vegna vanrækslu og fátæktar. Eins hafa börn orðið viðskila við fjölskyldur sínar sem eru á vergangi vegna átaka sem varað hafa í áratugi, tíðra eldgosa frá Nyiragongo eldfjallinu og mikilla flóða.