Fréttir Barnaheilla

Árið er 2030 og Íslandi hefur tekist að útrýma fátækt meðal barna.

Ísland er fyrst landa Evrópu til að uppræta með öllu fátækt meðal barna (í landinu) og er þannig fyrirmynd annarra þjóða um að það sé hægt.

Menntunarátak í Níger til að draga úr fólksfjölgun og barnahjónaböndum

Menntunarátak stendur nú yfir í Níger til að auka menntunarmöguleika fyrir stúlkur í þeim tilgangi að hægja á hröðustu mannfjöldaaukningu heims sem er þar í landi. Í Níger er einnig síhækkandi atvinnuleysi ungs fólks og hæsta tíðni barnagiftinga heims.

Upprætum fátækt á Íslandi

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita til almennings eftir undirskriftum til að þrýsta á stjórnvöld að setja sér stefnu til að uppræta fátækt á Íslandi. Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi. Fátækt hefur aukist undanfarin ár en árið 2021 bjuggu 12,7% börn við fátækt.

Kjörnefnd Barnaheilla óskar eftir framboðum/tilnefningar til framboðs í stjórn samtakanna

Kjörnefnd Barnaheilla óskar eftir framboðum / tilnefningum til framboðs í stjórn samtakanna. Leitað er eftir einstaklingum með fjölbreyttan bakgrunn sem brenna fyrir velferð og mannréttindum barna. Hægt er að koma tilnefningum til kjörnefndar með því að smella á eftirfarandi hlekk.

Fátækt barna fer vaxandi. Hvorki stefna né áætlun um að uppræta fátækt á Íslandi

Um 10.000 börn eða 13,1% barna búa við fátækt á Íslandi samanborið við 12,7% árið á undan. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Evrópuhóps Barnaheilla – Save the Children sem kom út í dag, þriðjudaginn 7. mars og tóku Barnaheill á Íslandi þátt í gerð þeirrar skýrslu.

Flügger veitir Barnaheillum styrk

Í dag tóku  Barnaheill - Save the Children á Íslandi á móti styrk að upphæð 72.032 kr. frá Flügger. 

Geðshræring hjá börnum í kjölfar nýrra skjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi

Fleiri eftirskjálftar hafa orðið í suðurhluta Tyrklands og Sýrlands í kjölfar stóra skjálftans þann 6. febrúar. Jarðskjálftarnir hafa valdið mikilli geðshræringu hjá börnum og eru dæmi um að fólk hafi hoppað af byggingum af ótta við að byggingin myndi hrynja í skjálftunum.

Börn sem hafa lifað af jarðskjálftana í Sýrlandi og í Tyrklandi þurfa aðstoð við að finna fjölskyldur sínar en ekki ættleiðingu

Barnaheill – Save the Children á Íslandi vilja vekja athygli á að ættleiðing er ekki rétta svarið fyrir börn sem hafa orðið viðskila við fjölskyldur sínar. Yfirvöld á staðnum og hjálparsamtök reyna allar leiðir til sameina börn fjölskyldum sínum eða nærsamfélagi.

Út að borða fyrir börnin

Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í dag 15. febrúar. Veitingastaðir styðja átakið með því að láta ágóða af matseðli renna til verkefna sem snúa að vernd barna gegn ofbeldi. Átakið fer nú fram í tólfta sinn og stendur yfir í einn mánuð eða frá 15. febrúar til 15. mars.

Skortur af hreinu vatni útsetur börn fyrir sjúkdómum

Skortur á hreinu vatni og hreinlætisaðstöðu útsetur börn sem lifðu af jarðskjálftanna í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir sjúkdómum. Þau svæði í Tyrklandi sem urðu hvað verst úti í hörmulegum jarðskjálftum í síðustu viku þurfa nauðsynlega á brýnni lífsbjargandi aðstoð að halda til að koma í veg fyrir lýðheilsuneyðarástand.