Fréttir Barnaheilla

Sameiginleg yfirlýsing vegna umræðu um hinsegin- og kynfræðslu

Mikil umræða hefur átt sér stað undanfarið varðandi hinsegin- og kynfræðslu í grunnskólum. Borið hefur á því að villandi og oft röngum upplýsingum sé dreift um samfélagsmiðla, námsefni tekið úr samhengi og því stillt upp á vafasaman hátt. Því er fullt tilefni til að koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri.

Fátækt barna í löndum velsældar

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa um árabil vakið athygli á málefnum barna sem búa við fátækt og þrýst á stjórnvöld að útrýma fátækt meðal barna á Íslandi. Í samstarfi við önnur Barnaheill - Save the Children samtök í Evrópu hafa samtökin unnið fjölda skýrslna um málefnið og þar með vakið athygli á því að óásættanlegt er að börn búi við fátækt, enda ber að tryggja börnum þau réttindi sem þau eiga samkvæmt barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Fátækt kemur í veg fyrir að börn njóti þeirra réttinda.

Þekkir þú einhvern sem á skilið viðurkenningu?

Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra. Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla og er öllum frjálst að senda inn tilnefningu

Vissir þú að það má ekki meiða börn?

Verndum börn gegn ofbeldi

Í dag hefst Haustsöfnun Barnaheilla og stendur yfir til 10. september.  Armbönd verða seld víðsvegar um landið og í vefverslun Barnaheilla. Söfnunin er fjáröflunarleið Barnaheilla til styrktar erlendu starfi Barnaheilla.

Barnaheill kolefnisjafna og planta trjám

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa sett sér sjálfbærni stefnu og þar með ákveðið að lágmarka neikvæð áhrif af starfsemi samtakanna á umhverfið

Barnaheill og Barbie valdefla stúlkur um allan heim

Flest okkar eiga einhverjar minningar úr bernsku sem tengdar eru Barbiedúkkum og öðru Barbiedóti.

Hleypur þú til góðs?

Árlegt Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram laugardaginn 19. ágúst næstkomandi.  Við hvetjum hlaupara til að hlaupa fyrir börnin með að efna til áheita fyrir Barnaheill – Save the Children á Íslandi. Hér er hægt að skrá sig sem hlaupara fyrir samtökin og renna áheit þá óskipt til verkefna í þágu barna. 

Sumarlokun Barnaheilla

Flóttabörn um heim allan nota áhugamál til að aðlagast nýjum aðstæðum

Barnaheill - Save the Children hafa gefið út myndaseríu til heiðurs seiglu flóttabarna. Undanfarna tvo mánuði hafa Barnaheill - Save the Children tekið viðtöl við flóttabörn í Bangladess, Nígeríu, Perú og Úkraínu.