Fréttir Barnaheilla

Staf­rænn for­eldra­fundur um net­öryggi barna, þér er boðið

Næstum öll börn í grunn- og framhaldsskóla á Íslandi eiga eiginn snjallsíma og eru þátttakendur í hinum stafræna heimi. Sú staðreynd er að mestu mjög jákvæð því börn eiga rétt á þátttöku í samfélaginu, þau eiga rétt til að fá upplýsingar og þau njóta margra annarra réttinda samkvæmt Barnasáttmálanum sem aðgangur að internetinu auðveldar þeim að sækja.

Dagur mannréttinda barna

Dagur mannréttinda barna er þann 20. nóvember ár hvert. Barnaheill hafa frá upphafi séð um framkvæmd dagsins í samstarfi við stjórnarráðið en það var samþykkt á Alþingi árið 2016 að helga daginn fræðslu um mannréttindi barna.

Barnaheill standa að málþingi um lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna ásamt stjórnvöldum

Barnaheill standa að í samstarfi við mennta- og barnamálaráðuneytið og forsætisráðuneytið fyrir málþinginu „Barnvænt Ísland - lokaathugasemdir Barnaréttarnefndar SÞ til íslenskra stjórnvalda“ næstkomandi mánudag á Natura Hótel og hefst klukkan 12:30.

Barnaheill fordæma brottfluttning barns á flótta

Á föstudag bárust samtökunum hins vegar þær fregnir að í hópnum var drengur, sem nú er 18 ára að aldri, en hafði flúið til landsins í desember 2021, þá 17 ára að aldri og án fylgdar. Barnaheill fordæma að drengnum hafi verið vísað á brott og að hann hafi ekki strax við komuna til Íslands fengið viðeigandi þjónustu barnaverndar og stuðning við afgreiðslu umsóknar sinnar um alþjóðlega vernd hér á landi.

Áfram einelti

Nei, ofangreind fyrirsögn er ekki hvatning til þess að leggja áfram í einelti. Hins vegar vísar hún frekar til þess að enn erum við, árið 2022, að fá fregnir af alvarlegum afleiðingum eineltis. Með sífellt meiri þekkingu, umræðum og rannsóknum á þessum málaflokki, skimunarlistum og viðbragðsáætlunum, hefði nú bara verið fínt að búið væri að útrýma einelti úr mannlegum samskiptum. En þannig er það því miður ekki.

Málþing gegn einelti

Í ljósi þeirrar umræðu sem hefur verið í samfélaginu um einelti og afleiðingar þess töldu Barnaheill brýnt að efla umræðuna um einelti, safna hugmyndum og leita lausna um hvernig hægt sé að takast á við þennan alvarlega málaflokk með það að leiðarljósi að koma í veg fyrir að börn og ungmenni upplifi þá hræðilegu líðan sem einelti fylgir.

Tökum vel á móti fulltrúum Barnaheilla

Í nóvembermánuði stendur yfir átak vegna Heillavina Barnaheilla. Heillavinir eru mánaðarlegir styrktaraðilar en framlög einstaklinga skipta sköpun fyrir starf Barnaheilla og gerir samtökunum kleift að standa vaktina í þágu barna og gæta réttinda þeirra. Fulltrúar samtakanna á vegum Miðlunar kynna Heillavini fyrir almenningi og ganga bæði í hús og eru við helstu verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúarnir eru merktir Barnaheillum.

Símalaus sunnudagur um helgina

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hvetja alla til að taka þátt í Símalausum sunnudegi um helgina, þann 30. október. Áskorunin felst í því að leggja frá sér símann og önnur snjalltæki í 12 klukkustundir, frá kl. 9–21. Yfirskrift átaksins er ,,Upplifum ævintýrin saman” og er markmiðið að vekja foreldra og annað fullorðið fólk til umhugsunar um áhrif snjalltækja á samveru og nánd innan fjölskyldna.

Vináttu Málþing - Dagskrá

Þann 3. nóvember verður Vináttu- málþing frá kl 12:30-17:00 á Grand hótel í Reykjavík. Öllum leik- og grunnskólum auk frístundaheimila er boðið að taka þátt en þó verður takmarkaður sætafjöldi.

Umfjöllun um viðkvæm málefni barna

Að gefnu tilefni minna Barnaheill – Save the Children á Íslandi og UNICEF á Íslandi á ALMENN VIÐMIÐ UM OPINBERA UMFJÖLLUN UM BÖRN sem samtökin gáfu út í samstarfi við Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóla, SAFT og Umboðsmann barna árið 2017. Viðmiðunum er ætlað að styrkja fjölmiðla í að þjóna almannahlutverki sínu með réttindi barna að leiðarljósi.