Fréttir Barnaheilla

Berjumst gegn ofbeldi gegn konum á átakasvæðum

16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst í dag, á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM á Íslandi, sem nú er hluti af Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women), stendur fyrir Ljósagöngu af þessu tilefni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í átakinu sem ýtt er úr vör í tuttugasta sinn.16 daga átak gegn ofbeldi gegn konum hefst í dag, á alþjóðlegum degi gegn kynbundnu ofbeldi. UNIFEM á Íslandi, sem nú er hluti af Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna (UN Women), stendur fyrir Ljósagöngu af þessu tilefni. Barnaheill – Save the Children á Íslandi taka þátt í átakinu sem ýtt er úr vör í tuttugasta sinn.Al&tho...

SAMAN-hópurinn ályktar um skemmtanir á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri

SAMAN-hópurinn hefur sent frá ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum að endurteknum skemmtunum á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri. Hópurinn hvetur forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum.SAMAN-hópurinn hefur sent frá ályktun þar sem lýst er yfir áhyggjum að endurteknum skemmtunum á vegum einkaaðila á vínveitingahúsum fyrir börn undir lögaldri. Hópurinn hvetur forsvarsmenn sveitarfélaga til að móta sér stefnu í slíkum málum. Barnaheill – Save the Children á Íslandi eiga aðild að SAMAN-hópnum.Markaðssetning á skem...

Sex milljóna króna stuðningur við uppbyggingarstarf á Haítí

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna. Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til  að bregðast við útbreiðslu kóleru.Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa fengið sex milljóna króna stuðning frá utanríkisráðuneytinu við uppbyggingarstarf á Haíti. Sérstök áhersla er lögð á menntun, heilsu og vernd barna. Samtökin munu senda í allt 7,6 milljónir króna og verður féð einkum nýtt til  að bregðast við &uacut...

Þórunn Ólý Óskarsdóttir hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi

Þórunn Ólý Óskarsdóttir, forstöðukona unglingasmiðjanna Traðar og Stígs, hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2010 fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda.Þórunn Ólý Óskarsdóttir hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra.Barnaheill - Save the Children á Íslandi veita árlega viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barna...

Barnaheill ? Save the Children fá verðlaun fyrir nýsköpun í menntunarmálum

Bætum framtíð barna, brautryðjandaverkefni Barnaheilla – Save the Children í menntunarmálum, fékk WISE-verðlaunin (World Innovation Summit for Excellence) fyrir víðtæk áhrif þess. Verkefninu er ætlað að tryggja stríðshrjáðum börnum gæða menntun. Barnaheill – Save the Children á Íslandi koma að tveimur menntunarverkefnum innan þessa ramma, í Norður-Úganda og Kambódíu.Skólabörn í Pader-héraði í Norður-Úganda þar sem Barnaheill - Save the Children á Íslandi eru með menntunarverkefni undir merkjum Bætum framtíð barna. Ljósm. Petrína Ásgeirsdóttir.Bætum framtíð barna, brautryðjandaverkefni Barnaheilla – Save the Children í menntunarmá...

Framhaldsskólinn og niðurskurður

Miðvikudaginn 17. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.Miðvikudaginn 17. nóvember stendur Náum áttum, opinn samstarfshópur um fræðslu og forvarnarmál, fyrir morgunverðarfundi þar sem fjallað verður um áhrif niðurskurðar á framhaldsskólann og brottfall.Á fundinum mun Jón Sigfússon, framkvæmdastjóri Rannsókna og greininga, fjalla um ungt fólk utan framhaldsskóla, Gísli Ragnarsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, fjallar um viðbrögð framhaldsskóla við niðurskurði og Hervör Alma Árnad&...

Lungnabólga dregur 4300 börn til dauða á hverjum degi

Alþjóðlegur dagur lungnabólgunnar er í dag. Barnaheill – Save the Children hvetja til sameiginlegs átaks gegn þessum sjúkdómi sem kostar fleiri barnslíf en alnæmi, malaría og mislingar til samans.Moina með dætrum sínum Munira, fjögurra ára, og Mehrin, átta ára, á heimili þeirra í Babugonj í Bangladesh. Dolufaat, sjálfboðaliði í heilbrigðisþjónustu, heimsækir Muniru reglulega til að fylgjast með vexti hennar og heilsu. Dolufaat greindi Muniru með lungnabólgu og gaf móður hennar ráð um mataræði og hvernig væri best að hlúa að henni. Munira er smátt og smátt að ná heilsu. Barnaheill – Save the Children þjálfaði Dolufaat sem sjálfboðaliða í heilbrig&...

Fjármálakreppan kostar barnslíf

Leiðtogar G20 ríkjanna, sem funda í Seúl í Suður-Kóreu í dag, verða að horfast í augu við hrikaleg áhrif fjármálakreppunnar á börn. Barnaheill – Save the Children hvetja leiðtogana til að taka afgerandi ákvarðanir um hjálp til handa fátækustu löndum heims.Leiðtogar G20 ríkjanna, sem funda í Seúl í Suður-Kóreu í dag, verða að horfast í augu við hrikaleg áhrif fjármálakreppunnar á börn. Barnaheill – Save the Children hvetja leiðtogana til að taka afgerandi ákvarðanir um hjálp til handa fátækustu löndum heims.Gert er ráð fyrir að 265 þúsund börn til viðbótar láti lífið vegna fjármálakreppunnar á árunum...

Barnaheill ? Save the Children óttast um öryggi barna í Indónesíu

Ekkert lát er á eldgosinu í Merapi og hafa samtökin aukið viðbúnað sinn til að reyna að vernda börn og fjölskyldur þeirra sem eru í bráðri hættu af völdum gossins.Ekkert lát er á eldgosinu í Merapi og hafa samtökin aukið viðbúnað sinn til að reyna að vernda börn og fjölskyldur þeirra sem eru í bráðri hættu af völdum gossins.Barnaheill – Save the Children hafa veitt fjölskyldum á flótta frá gosinu neyðaraðstoð en nú hefur verið ákveðið að auka enn við viðbúnað. Merapi eldfjallið hefur brennt þorp í nágrenni sínu til ösku. Heit aska og hraun hafa nú fallið á allt svæðið í grennd við fjallið í tvær vikur og vir...

Vegir í Léogâne nú árfarvegir

Hitabeltisstormurinn Tómas olli alvarlegum flóðum í Léogâne á Haítí en  jarðskjálftinn í upphafi árs átti upptök sín þar. Vegir þar eru nú árfarvegir en um 90 þúsund manns búa enn í tjöldum á svæðinu.Hitabeltisstormurinn Tómas olli alvarlegum flóðum í Léogâne á Haítí en  jarðskjálftinn í upphafi árs átti upptök sín þar. Vegir þar eru nú árfarvegir en um 90 þúsund manns búa enn í tjöldum á svæðinu.Þó erfitt sé að segja nákvæmlega til um fjölda þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á storminum, gerir Barnaheill – Save the Children ráð fyrir að ...