Fréttir Barnaheilla

Krakkarnir í hverfinu...

"Skólar eru hornsteinn jöfnuðar í sam­félaginu“ segir í riti útgefnu af mennta ­ og menningarmálaráðuneytinu. Við hjá Barnaheillum tökum undir þessa fullyrðingu og teljum afar mikilvægt að skólakerfið standi vörð um réttindi barna og vinni gegn mismunun."

Framtíðarsýn, markmið og stefna Barnaheilla

Erna Reynisdóttir, framkvæmdastjóri Barnaheilla skrifar: Á síðastliðnu ári unnu stjórn, starfsfólk, ungmennaráð Barnaheilla og hagsmunaaðilar að mótun stefnu samtakanna fyrir árin 2016-2018. Framtíðarsýn samtakanna til ársins 2030 var formuð í takt við stefnumótun alþjóðasamtakanna okkar.Barnaheill – Save the Children á Íslandi voru stofnuð árið 1989 og eru hluti af alþjóðasamtökum Save the Children sem samanstanda af 30 landsfélögum með starfsemi í 120 löndum.Til þess að þjóna hagsmunum barna á sem árangursríkastan hátt er reglulega farið í stefnumótunarvinnu þar sem framtíðarsýn og markmið samtakanna eru endurskoðuð og mótu...

Ávarp formanns

Kolbrún Baldursdóttir, formaður stjórnar Barnaheilla, skrifar: Blað Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er nú komið út fimmta árið í röð. Í blaðinu eru helstu verkefnum Barnaheilla gerð skil og sagt frá störfum samtakanna. Markmið Barnaheilla er ávallt að berjast gegn hvers kyns ofbeldi og misrétti gagnvart börnum. Rík áhersla er lögð á að kynna Barnasáttmálann fyrir börnum og foreldrum þeirra, sem og að vekja stjórnvöld til vitundar um ákvæði hans. Það er gert í formi lagaum- sagna þar sem tækifæri gefst til að benda stjórnvöldum á að gæta hagsmuna barna.Blað Barnaheilla – Save the Children á Íslandi er nú komið út fimmta ári&et...

Forseti Íslands er verndari Vináttu

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, hefur þegið boð Barnaheilla um að gerast verndari Vináttu, forvarnar- verkefnis Barnaheilla gegn einelti í leik- og grunnskólum. Guðni á tvö börn sem eru þátttakendur í verkefninu á leikskólanum Holtakoti á Álftanesi sem hefur innleitt Vináttu.

Blað Barnaheilla er komið út

Ársrit Barnaheilla 2017 er komið út. Vináttuverkefni samtakanna er aðalþema blaðsins og viðtal við nýjan verndara verkefnisins, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og konu hans, Elizu Reed. Ársrit Barnaheilla 2017 er komið út. Vináttuverkefni samtakanna er aðalþema blaðsins og viðtal við nýjan verndara verkefnisins, Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, og konu hans, Elizu Reed. Í blaðinu kennir ýmissa grasa, þar er farið yfir innlent og erlent starf og nokkur þeirra verkefna sem samtökin vinna að, meðal efnis er:Ávarp formannsFramtíðarsýn, markmið og stefnaHjólasöfnunBarnaréttindarverðlaunViðurkenning Barnaheilla og viðtal við Þorgrím Þráinsson, viðurkenningahafaKrakkarnir í hverfin...

Lögregluyfirvöld í Evrópu gefa út viðvörun vegna ofbeldisglæpa gagnvart börnum á netinu

Stafrænar þvingunaraðgerðir, blekkingar, hótanir og kúganir gagnvart börnum og ungmennum hafa aukist mjög á síðustu árum. Europol hefur gefið út viðvörun og hafið herferð vegna þessa og birt leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við, en mál af þessu tagi eru sjaldan tilkynnt til lögreglu.Stafrænar þvingunaraðgerðir, blekkingar, hótanir og kúganir gagnvart börnum og ungmennum hafa aukist mjög á síðustu árum. Europol hefur gefið út viðvörun og hafið herferð vegna þessa og birt leiðbeiningar um hvernig beri að bregðast við, en mál af þessu tagi eru sjaldan tilkynnt til lögreglu. Í flestum tilfellum er um að ræða þvinganir sem fela í sér að börn og ungmenni eru hv&oum...

Áskorun til Ríkisskattstjóra um bætt vinnubrögð

Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa ásamt fleiri félögum sem vinna að mannréttindum barna sent áskorun á Ríkisskattstjóra um bætt vinnubrögð. Tildrög áskorunarinnar er neitun Ríkisskattstjóra á skráningu stjórnarmeðlims hjá Landssambandi Ungmennafélaga fyrir aldurs sakir. Barnaheill – Save the Children á Íslandi hafa ásamt fjórum félögum sem vinna að mannréttindum barna sent áskorun á Ríkisskattstjóra um bætt vinnubrögð. Tildrög áskorunarinnar er neitun Ríkisskattstjóra á skráningu stjórnarmeðlims hjá Landssambandi Ungmennafélaga fyrir aldurs sakir. Félögin telja þessa neitun ganga gegn réttindum barna og ungmenna, líkt og...

Almenn viðmið um opinbera umfjöllun um börn

Barnaheill - Save the Children á Íslandi, Fjölmiðlanefnd, Heimili og skóli, SAFT, Umboðsmaður barna og Unicef hafa tekið höndum saman um gerð almennra viðmiða vegna opinberrar umfjöllunar um börn.

Eitt af hverjum fjórum börnum í heiminum rænt bernskunni

Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar bernsku barna er síst ógnað í heiminum. Í efstu sætunum eru Noregur, Slóvenía og Finnland. Níger er hins vegar í botnsæti listans á eftir Angólu og Malí.Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Ísland er í áttunda sæti lista um hvar...

Börn án bernsku

Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar um nýja skýrslu Barnaheilla - Save the Children, Stolen Childhoods eða Börn án bernsku: Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim.Að minnsta kosti 700 milljónir barna í heiminum fá ekki að njóta bernskunnar af ýmsum ástæðum og eru í raun svift því að fá að vera börn og um leið þeim réttindum sem því fylgja. Því má segja að bernskan sé hrifsuð af þeim.Þetta kemur fram &iac...