Fréttir Barnaheilla

Vinátta um jólin

Þá er aðventan hafin og biðin eftir jólunum styttist óðum. Hjá flestum er mikil tilhlökkun og eftirvænting ríkjandi. Biðin er löng í hugum barnanna sem hafa mismikinn skilning á öllum þeim undirbúningi sem stendur yfir og þeim mismunandi skilaboðum sem gefin eru í auglýsingum, á samfélagsmiðlum, í verslunum og víðar.

Barnaheill ávörpuðu Sameinuðu þjóðirnar

Í gær, þriðjudaginn 7. september, fór fram fundur þar sem fulltrúar mannréttindasamtaka, sem sendu frá sér skýrslu vegna yfirstandandi allsherjarúttektar Sameinuðu þjóðanna á stöðu mannréttindamála á Íslandi, UPR (Universal periodic report) fengu tækifæri til að ávarpa fulltrúa ríkja SÞ og gefa yfirlýsingu um það sem brýnast er að lagfært verði á Íslandi sem snertir mannréttindi.

,,Ég vissi ekki að nauðgun væri glæpur”

Barnaheill vinna að því í Síerra Leóne, með stuðningi utanríkisráðuneytisins, að draga úr kynbundnu ofbeldi í skólum. Það er gert með því að styðja við og þróa barnaverndarkerfi með sérstaka áherslu á kynbundið og kynferðisofbeldi.

Börn á stríðshrjáðum svæðum fleiri en nokkru sinni áður

Yfir 330 milljónir barna víðs vegar um heim eiga á hættu að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa - þrefalt fleiri en árið 1990, segir í nýrri skýrslu sem gefin var út í vikunni af alþjóðasamtökum Barnaheilla – Save the Children. Metfjöldi barna, eða tæpar 200 milljónir, búa á stríðshrjáðum svæðum í dag.

Jólakort Barnaheilla 2021 er komið út

Jólakort Barnaheilla - Save the Children á Íslandi er komið út. Jólakortið 2021 ber heitið Kærleikur og er eftir listakonuna Kristínu Maríu Ingimarsdóttur. Hönnunin er byggð á ,,Maríu-mynd", málverki sem hönnuður málaði og amma hennar, Sigríður Fanney Jónsdóttir gaf Egilsstaðakirkju árið 1988.

Vitum við hvað er börnum fyrir bestu?

Dagur mannréttinda barna er í dag 20. nóvember. Deginum er fagnað um allan heim vegna þess að þennan dag árið 1989 var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna en ekki síður vegna þess að árið 1959 samþykktu Sameinuðu þjóðirnar yfirlýsingu um réttindi barnsins sem voru formlega bindandi að þjóðarrétti.

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hlýtur Viðurkenningu Barnaheilla

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra hlaut í dag Viðurkenningu Barnaheilla – Save the Children á Íslandi árið 2021 fyrir störf í þágu breytinga í málaflokkum barna og ungmenna. Ásmundur Einar hefur í embætti félags- og barnamálaráðherra sett málefni barna í fyrsta sæti svo um munar.

Tivoli Dreams - Ævintýraleg Barnæska

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og H&M home kynna samstarf sem stuðlar að bjartari framtíð fyrir börn. Samstarfslínan er skemmtileg og ævintýraleg og ber heitið Tivoli Dreams, en 10% af ágóða sölunnar rennur til verkefna Barnaheilla sem snúa að vernd gegn ofbeldi á börnum

Dagur mannréttinda barna er á laugardaginn

Næstkomandi laugardag er Dagur mannréttinda barna. Allir þeir sem vinna með börnum eða að málefnum barna eru hvattir til að kynna sér og fjalla um réttindi barna þennan dag.Næstkomandi laugardag er Dagur mannréttinda barna. Allir þeir sem vinna með börnum eða að málefnum barna eru hvattir til að kynna sér og fjalla um réttindi barna þennan dag.

Barnaheill þakka frábærar viðtökur við Símalausum sunnudegi

Barnaheill þakka fjölskyldum kærlega fyrir þátttökuna í Símalausum sunnudegi. Markmið Barnaheilla með átakinu er ekki að varpa skugga á símann heldur að vekja fólk til umhugsunar um hvað skjárinn er orðinn stór partur af lífi okkar og hvernig við getum sinnt sjálfum okkur og öðrum sem okkur þykir vænt um betur ef við temjum okkur ábyrga skjánotkun.