Fréttir Barnaheilla

Vinnuvika barna

Á undanförnum misserum hafa ýmsar starfsstéttir samið um styttingu vinnuvikunnar. Með styttingunni fær fólk meiri frítíma til að sinna sjálfu sér, sínum áhugamálum og í samveru með fjölskyldu og vinum. Ekki er þetta í fyrsta skipti sem vinnuvika launafólks er stytt. Þann 1. janúar árið 1972 tóku gildi lög um styttingu vinnuviku í 40 stundir úr 44 stundum. Flestir hættu þá að vinna á laugardögum og jafnframt var vinnuvika skólabarna stytt úr sex í fimm daga.

Átökin í Sýrlandi í 11 ár

Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið í 11 ár og eru lifandi martröð fyrir börn og fjölskyldur þeirra. Milljónir barna hafa aldrei þekkt annað en stríðsástand. Rannsóknir hafa sýnt fram á að átökin munu hafa langvarandi áhrif á börn, en þau þjást mörg af andlegri vanlíðan, streitu og kvíða og munu bera þess merki það sem eftir er ævinnar.

Getur þú glatt barn með hjóli?

Þann 1. mars síðastliðinn hófst Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi í ellefta sinn. Þótt veðrið hafi verið yfirfullt af gulum, appelsíngulum og jafnvel rauðum viðvörunum síðustu vikur þá lítum við svo á að söfnunin sé ákveðinn vorboði. Daginn er tekið að lengja og það styttist óðfluga í vorið með bjartari tímum og vonandi betri veðurtíð.

Barnaheill hafa undirritað rammasamning við Utanríkisráðuneyti

Barnaheill – Save the Children á Íslandi undirrituðu í gær rammasamning við utanríkisráðuneytið á sviði mannúðaraðstoðar og þróunarsamvinnu. Rammasamningurinn veitir Barnaheillum aukinn fyrirsjáanleika í starfi sínu sem auðveldar skipulagningu verkefna og eykur viðbragðsflýti neyðaraðstoðar.

Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar. 

Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 16. mars 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Skóli fyrir öll börn. Lausnir og tækifæri til farsældar. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.

Góðar leiðir til þess að tala við börn um stríð

Ane Lemche, sálfræðingur og ráðgjafi hjá Barnaheillum – Save the Children, segir að börn um allan heim hafi ef til vill ekki skilning á því sem er að gerast í Úkraínu og að hjá þeim kunni að vakna spurningar um þær myndir, sögur og umfjöllun sem þau verða áskynja.

Hjólasöfnun Barnaheilla hófst í dag

Hjóla­söfn­un Barna­heilla var hleypt af ­­stokkunum í dag í ellefta sinn. Kolbrún María Másdóttir hjá Krakkafréttum á KrakkaRúv af­henti Ölbu Davíðsdóttur Lamude og Blæ fyrsta hjólið í söfn­un­ina og hvatti þannig aðra til að láta gott af sér leiða og koma hjól­um sem ekki eru í notkun til þeirra sem hafa not fyrir þau.

Börn í Úkraínu þarfnast okkar

Barnaheill - Save the Children á Íslandi skora á alla aðila að vernda börn sem eru föst í stríði sem þau eiga engan þátt í að skapa.

Yfirlýsing vegna nýlegs dóms Héraðsdóms Norðurlands eystra

Í áratugi hefur baráttufólk fyrir réttindum barna unnið að því að breyta viðhorfum til barna og tryggja velferð þeirra og öryggi og það því reiðarslag að lesa dóm sem féll í héraðsdómi Norðurlands eystra þar sem skeytingaleysi gagnvart réttindum barna og úreltar hugmyndir skutu aftur upp kollinum.

Út að borða fyrir börnin hefst í dag

Öll verkefni Barnaheilla snúa að vernd barna gegn ofbeldi, bæði hér innanlands og erlendis.