Fréttir Barnaheilla

Barnaheill þakka Olís fyrir stuðninginn

Olís studdi við söfnunina með því að bjóða viðskiptavinum að bæta 300 krónum við hver innkaup. Barnaheill vilja þakka Olís kærlega fyrir stuðninginn í átakinu og öllumþeim sem keyptu armbandið eða bættu 300 krónum við innkaup. Alls safnaðist 821.000 krónur hjá Olís, sem rennur til þróunarverkefnis Barnaheilla í Síerra Leóne sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi í skólum.

Barnaheill óska eftir tilnefningum til Viðurkenningar Barnaheilla

Árlega veita Barnaheill – Save the Children á Íslandi viðurkenningu fyrir sérstakt framlag í þágu barna og mannréttinda þeirra í tengslum við afmæli barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna þann 20. nóvember. Viðurkenningin er afhent til að vekja athygli á Barnasáttmálanum og mikilvægi þess að íslenskt samfélag standi vörð um mannréttindi barna.

Ellen nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla

Ellen Calmon hefur verið ráðin til að gegna starfi framkvæmdastjóra Barnaheilla – Save the Children á Íslandi. Hún tekur við starfinu af Ernu Reynisdóttur, sem hefur stýrt samtökunum sl. 10 ár.

Vinátta í skólabyrjun

Nú hallar sumri og líf barna og fullorðinna er að komast í fastar skorður eftir sumarfrí. Flest börn hitta á ný félagana eftir einhverra vikna aðskilnað og önnur eru á tímamótum að hefja nám í leik- eða grunnskóla eða að skipta um skóla.

Líkamlegar refsingar eru víða enn við lýði

Íslandi hefur orðið mikil vitundarvakning og aukin þekking á réttindum barna og jákvæðum uppeldisaðferðum til að styðja og vernda börn. Notkun jákvæðra uppeldisaðferða er komin styttra á veg víða og í Síerra Leóne vinna Barnaheill – Save the Children á Íslandi með foreldrum og kennurum í þjálfun jákvæðra uppeldisaðferða.

Elíza Reid styður við vernd gegn ofbeldi á börnum í Síerra Leóne

Elíza Reid forsetafrú keypti fyrsta armbandið við formlega opnun haustsöfnunar Barnaheilla í dag. Með kaupum á armbandinu sýndi hún þróunarverkefni Barnaheilla stuðning sem miðar að því að vernda börn gegn ofbeldi í Síerra Leóne.

Sigurgeir safnaði 807.000 fyrir börn á átakasvæðum

Barnaheill þakka öllum sem hafa styrkt neyðarsöfnun Barnaheilla

Barnaheill - Save the Children á Íslandi hafa staðið að neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra í Úkraínu og nágrannalöndum. Söfnunin hefur gengið vel og söfnuðust 4,5 milljónir frá almenningi og fyrirtækjum. Með stuðningi utanríkisráðuneytisins bætti stjórn Barnaheilla 3 milljónum króna við það sem safnaðist.

Vinir Ferguson á Hvanneyrarhátíðinni

Þann 13. júlí, lögðu þeir Grétar Gústavsson og Karl Friðriksson af stað Vestfjarðaleiðina á traktorum og hófst ferð þeirra í Staðarskála. Vinirnir voru átta daga á leiðinni og komu í mark þann 20. júlí á Hvanneyri.

Barnaheill óska eftir að ráða framkvæmdastjóra Barnaheilla

Barnaheill – Save the Children á Íslandi leita að framkvæmdastjóra fyrir samtökin. Framkvæmdastjóri starfar í umboði stjórnar, ber ábyrgð á rekstri samtakanna og vinnur náið í teymi með leiðtogum innlendra og erlendra verkefna. Leitað er að kraftmiklum og framsæknum einstaklingi með sterkt tengslanet í starf þar sem reynir á frumkvæði, forystuhæfileika og samskiptahæfni. Viðkomandi þarf að hafa marktæka reynslu og þekkingu á fjármálum, mannauðsmálum, markaðsmálum og fjáröflun.