Fréttir Barnaheilla

Nemendur í Árbæjarskóla styðja við börn í Úkraínu

Barnaheill tók á móti hóp af 10. bekkingum í Árbæjarskóla í dag þar sem þau afhentu samtökunum 200.000 krónur til stuðnings börnum í Úkraínu.

Átakanlegt ástand þurrka og hungursneyðar á horni Afríku

Í Keníu, Sómalíu og Eþíópíu vofir yfir ein mesta hungursneyð síðari ára. Alþjóðasamtök Barnaheilla - Save the Children biðla til alþjóðasamfélagsins og stjórnvalda um að bregðast hratt við ákalli mannúðarsamtaka á svæðinu um aðstoð.

Hjólsala Barnaheilla hefst 12.maí

Hjólasalan fer fram daganna 12. – 13. maí við TOPPSTÖÐINA í Elliðarárdalnum. Allir eru velkomnir að koma og kaupa sér hjól, salan hefst í dag fimmtudag kl. 16-19. Hjólasöfnun Barnaheilla fór fram í ellefta sinn í ár og bárust fleiri hundruð umsókna um hjól. Hjólum var úthlutað í gegnum félagsþjónustu sveitarfélaga úti um allt land.

Ný stjórn Barnaheilla

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi var haldinn 9. maí síðastliðinn á Nauthól. Á fundinum var farið yfir ársskýrslu og ársreikning 2021 og kosið í nýja stjórn.

Aðalfundur Barnaheilla verður haldinn mánudag 9.maí

Fræðslufundur: Samstarf og samstaða foreldra skiptir máli

Næsti morgunverðarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 11. maí 2022 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina "Samstarf og samstaða foreldra skipti máli, - þorpið og uppeldið".

Barnaheill og KSÍ í samstarf

Barnaheill – Save the Children á Íslandi og KSÍ munu á þessu ári hefja tveggja ára samstarf um fræðsluverkefnið Verndarar barna með það að markmiði að fyrirbyggja kynferðislegt ofbeldi gegn börnum, þekkja einkenni ofbeldis og læra að bregðast við.

Guðni forseti kaupir fyrsta ljósið í landssöfnun Barnaheilla

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, opnaði formlega Landssöfnun Barnaheilla með því að kaupa fyrsta ljósið við höfuðstöðvar Barnaheilla. Reykjavíkurdætur sýndu söfnuninni einnig samstöðu með nærveru sinni og fóru með erindi sem endurspeglaði kjarna Landssöfnunarinnar.

Aðalfundur Barnaheilla 2022

Aðalfundur Barnaheilla - Save the Children á Íslandi fer fram mánudaginn 9. maí kl. 17:00 í fundarsal Nauthóls. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundastörf . Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Barnaheill óska eftir sjálfboðaliðum

Þann 1. mars hófst Hjólasöfnun Barnaheilla og hefur fjöldi hjóla safnast á mótökustöðvar Sorpu á höfuðborgasvæðinu. Barnaheill taka á móti öllum hjólum sem gefin eru í Hjólasöfnunina og gert er við þau hjól sem þess þurfa og sum nýtt sem varahlutir.. Sjálfboðaliðar hafa gegnt mikilvægu hlutverki við hjólaviðgerðir undanfarin ár og með þeirra hjálp hefur tekist að úthluta hjólum til barna og ungmenna fyrir skólalok hvert vor.