16.11.2020
Símalaus sunnudagur var haldinn 15. nóvember s.l. með þátttöku rúmlega 3.500 fjölskyldna.
11.11.2020
Í tilefni af Degi gegn einelti sem haldinn er árlega þann 8. nóvember, kynntu Barnaheill – Save the Children á Íslandi nýútkomið forvarnaefni gegn einelti fyrir grunnskóla. Um er að ræða hluta af Vináttu – forvarnaverkefnis gegn einelti fyrir börn frá 0 – 9 ára.
09.11.2020
Snjallsímar og önnur snjalltæki eru skemmtileg og gagnleg tæki sem hafa umbylt því hernig við eigum í samskiptum, nálgumst upplýsingar og verjum tíma okkar. Í mörgum tilvikum eru áhrif tækninnar jákvæð og sniðgug en einnig hefur verið bent á skuggahliðar hennar. Óhófleg notkun á snjalltækjum getur meðal annars haft áhrif á samskipti innan fjölskyldunnar - samskiptin og nándin minnka því það er eitthvað annað sem stelur athyglinni.
09.11.2020
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður miðvikudaginn 11. maí 2020 kl. 8:30 - 10:00 á ZOOM. Fundarefnið að þessu sinni ber yfirskriftina Líðan barna og ungmenna á tímum Covid-19. Fundurinn er opinn öllum sem hafa áhuga.
05.11.2020
Barnaheill – Save the Children eru harmi slegin vegna dauða fjögurra barna, sem létust í gærmorgun í sprengjuárásum í Idlib héraði í Sýrlandi. Tveir starfsmenn samstarfssamtaka Save the Children létust einnig í árásinni.
Ein fjögurra ára stúlka lést á leið sinni í skólann í bænum Ariha þegar hún varð fyrir sprengjuárás. Tvö börn til viðbótar voru drepin í bænum Kafraya og það fjórða, 10 ára drengur, í borginni Idlib. Tugir annarra barna særðust.
27.10.2020
Ný skýrsla frá Barnaheillum - Save the Children, Still unprotected: Humanitarian Funding for Child protection, greinir frá því að neyðaraðstoð til að styðja við börn er gríðarlega undirfjármögnuð. Vegna kórónuveirufaraldursins hafa aðstæður barna út um allan heim versnað gífurlega, þá sérstaklega meðal barna sem búa á átakasvæðum, flóttabarna, fylgdarlausra barna og annarra barna sem nauðsynlega þurfa á vernd að halda. Vegna faraldursins þurfa börn og fjölskyldur þeirra að þola margvíslegar hremmingar, skólum hefur verið lokað og milljónum fjölskyldna hefur verið ýtt út í fátækt. Mikill fjöldi barna á í hættu á að verða fyrir mansali, barnaþrælkun eða vera neydd í hjónabönd vegna faraldursins.
16.10.2020
Vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í samfélaginu ákváðu Barnaheill að fara eftir tilmælum Almannavarna í byrjun þessa mánaðar og aflýstu öllu námskeiðahaldi. En vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði í staðinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðum Vináttu sem og forvarnarnámskeiðinu Verndara Barna.
16.10.2020
Vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í samfélaginu ákváðu Barnaheill að fara eftir tilmælum Almannavarna í byrjun þessa mánaðar og aflýstu öllu námskeiðahaldi. En vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði í staðinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðum Vináttu sem og forvarnarnámskeiðinu Verndara Barna.
15.10.2020
Barnaheill, Geðverndarfélag Íslands og Fjölskyldufræðingafélag Íslands – fagfólk í fjölskyldumeðferð hafa birt yfirlýsinu um drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof.
06.10.2020
Vegna fjölgunar kórónuveirutilfella og hertari aðgerða stjórnvalda fylgjum við tilmælum almannavarna og verður skrifstofa Barnaheilla lokuð tímabundið frá og með 7. október. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is.