Fréttir Barnaheilla

Hundruð þúsunda barna verða fyrir ofbeldi og dauða á hverjum degi

Í júlí síðastliðnum sögðu Barnaheill - Save the Children frá því að yfir 100 börn hefðu verið drepin á aðeins nokkrum vikum í Ituri-héraði í Kongó og þar af fjórtán afhöfðuð með sveðju. Börnin í Kongó þjást mest í átökunum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýlega hafið mannúðaraðstoð í landinu.

Fréttabréf Vináttu - janúar 2021

Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.

Vinátta ungra barna

Frá unga aldri er vinátt a og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með.

Yfirvofandi skortur á súrefni og vatni í Norðvestur Sýrlandi

Covid-19 í miklum vexti í Sýrlandi. Skortur á súrefni og vatni er yfirvofandi vegna fjórföldunar á Covid-19 smitum síðastliðna tvo mánuði

Fjöldi námskeiða í boði á nýju ári

Barnaheill óska öllum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári verður margt spennandi að gerast hjá Barnaheillum. Til dæmis verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði nú í janúar og það fyrsta verður haldið n.k. mánudag 4. janúar.

Opnunartími yfir jól og áramót

Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn

Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn í heiminum.  Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest. 

Milljónir barna þjást af vannæringu vegna Covid-19

Vegna faraldursins þjást milljónir af vannæringu vegna hungurs og er áætlað að fjöldi barna sem þjást muni af vannæringu í kjölfar heimsfaraldurs muni aukast um 9,3 milljónir barna. Í skýrslunni kemur fram að áætlað er að um 153 börn muni láta lífið á hverjum degi vegna vannæringar sem tengist Covid-19 næstu tvö árin.

Orðsending til jólasveina og foreldra

Nú nálgast jólin og jólasveinar fara að gera sig tilbúna til bæjarferða með ýmislegt spennandi í pokahorninu í skóinn fyrir börnin. Við Íslendingar látum okkur ekki nægja einn jólasvein eins og flestar þjóðir gera, heldur þrettán sem koma einn af öðrum.

Fjöldi barna sem ekki stundar nám í Norður-Sýrlandi tvöfaldast vegna heimsfaraldurs

Átökin í Sýrlandi hafa nú staðið yfir í nærri tíu ár og hafa þau haft gríðarleg áhrif á menntun barna í landinu. En nú í kjölfar heimsfaraldurs fjölgar þeim börnum í landinu sem ekki geta stundað nám. Barnaheill - Save the Children áætla að helmingur þeirra barna, í Norður-Sýrlandi, sem stundaði nám fyrir heimsfaraldur hafi flosnað upp frá námi.