30.03.2020
Hjólasöfnun Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var hleypt af stokkunum í Sorpu á Sævarhöfða í dag. Að þessu sinni afhenti félags- og barnamálaráðherra Ásmundur Einar Daðason Elsu Margréti Þórðardóttur, 11 ára nemanda í Öldutúnsskóla í Hafnarfirði fyrsta hjólið í söfnunina.
26.03.2020
Barnaheill - Save the Children kalla eftir aukinni aðstoð til Afríku. Álfan er illa í stakk búin til að takast á við Covid-19 og er hætta á að heilbrigðisstofanir standi ekki undir álaginu. Fullnægjandi hreinlæti er ábótavant í álfunni, þar sem skortur er á hreinu vatni og hreinlætisvörum.
23.03.2020
Mikilvægt er að hlúa sérstaklega að líðan barna og ungmenna þessa dagana. Gildi Vináttu – Virðing, umburðarlyndi, umhyggja og hugrekki eiga svo sannarlega við og gott er að hafa þau til hliðsjónar nú sem aldrei fyrr.
16.03.2020
Flóttamannafulltrúi Evrópusambandsins (ESB), Ylva Johansson, heimsótti flóttamannastaði í Grikklandi þann 12. mars s.l. Markmið hennar með heimsókninni var að sjá hvernig bæta megi aðstæður flóttabarna þar í landi og breyta fyrirkomulagi fólksflutninga frá Grikklandi til annarra Evrópuríkja. Í maí mun Johansson kynna málefni flóttabarna frá Grikklandi á ráðstefnu og fara yfir aðstæður þeirra þar í landi.
11.03.2020
Barnaheill hafa sent áskorun á íslensk stjórnvöld varðandi flutning barna, í leit að alþjóðlegri vernd, úr landi. Áskorunin var send Alþingismönnum, forstjóra Útlendingastofnunar og formanni Kærunefndar útlendingamála. Í áskoruninni er bent á að samkvæmt lögum beri að meta áhrif ákvarðana stjórnvalda á líf þeirra barna sem ákvörðunin varðar. Það sem barni er fyrir bestu skal þannig ávallt hafa forgang við ákvarðanir.
10.03.2020
Eitt ár er liðið frá því að fellibylurinn Idai skildi eftir sig slóð eyðileggingar í sunnanverði Afríku og enn búa nærri 100 þúsund manns í bráðabirgðaskýlum.
06.03.2020
Opið bréf til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra varðandi áfengisauglýsingar og netverslun með áfengi
04.03.2020
9 ár síðan að stríðið hófst og börn eru helstu fórnarlömb átakanna
15.02.2020
Átökin í Jemen hafa staðið yfir í fimm ár og hafa haft verulega slæm áhrif á andlega heilsu barna í landinu. Ný rannsókn sem framkvæmd var af Save the Children sýndi fram á að mikil geðheilbrigðiskreppa ríkir í landinu.
15.02.2020
Út að borða fyrir börnin, fjáröflunarátak Barnaheilla og veitingastaða hefst í tíunda sinn í dag.