Fréttir Barnaheilla

Barnaheill taka þátt í forvarnarfræðslu KSAN

Barnaheill leggja KSAN, sænskum forvarnasamtökum gegn áfengis- og vímuefnanotkun stúlkna og kvenna, lið með veffræðslustofu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á stúlkum. Fræðslan er hluti af haustfræðslu samtakanna

Meira en 21.000 manns drepin í átökum síðan í mars

Að minnsta kosti 21.347 manns hafa verið látið lífið í átökum, þar á meðal 5.800 óbreyttir borgarar og börn, frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir alþjóðlegu vopnahléi fyrir meira en 90 dögum, í kjölfar Covid-19 heimsfaraldurs. Alþjóðlegt vopnahlé myndi gera löndum og mannúðarsamtökum auðveldara fyrir að einbeita sér að baráttunni gegn Covid-19, en vegna áframhaldandi átaka hefur milljónum verið ýtt í enn frekari fátækt og hungursneyð í kjölfar Covid-19.

Verndarar Barna - Næstu námskeið

Námskeiðið Verndarar barna er fræðsla í forvörnum og viðbrögðum við kynferðisofbeldi á börnum. Markmiðið er að veita fullorðnu fólki öfluga fræðslu og markvissa þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og bregðast við kynferðisofbeldi af festu og ábyrgð.

Verndum heila kynslóð - ný skýrsla Barnaheilla

Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur haft alvarlegastar afleiðingar fyrir börn sem búa við fátækt. Fátækar fjölskyldur hafa orðið fyrir mestu tekjutapi og hafa átt í erfiðleikum með að útvega mat og fullnægja öðrum grunnþörfum barna sinna, á borð við heilbrigðisþjónustu og menntun. Einnig eru þessi börn berskjölduð fyrir heimilisofbeldi.

Eldur kviknaði í yfirfullum flóttamannabúðum á Lesbos

Eldur kom upp í stærstu flóttamannabúðum Grikklands, sem staðsett er á eyjunni Lesbos, í nótt. Alls búa um 13.000 manns í yfirfullum flóttamannabúðunum sem kallaðar eru Moria, en búðirnar voru byggðar til að hýsa 3.000 manns. 70% flóttafólksins kemur frá Afghanistan.

Hungursneyð dregur tugi þúsunda barna til dauða vegna Kórónuveirufaraldursins

Óttast er að 67 þúsund börn í löndum Afríku sunnan Sahara svelti í hel fyrir árslok, samkvæmt nýrri greiningu Barnaheilla – Save the Children. Kórónuveiruheimsfaraldurinn hefur leitt til aukins matarskorts en ástandið var bágborið fyrir. Samkvæmt skrýslu sem birtist í breska læknaritinu The Lancet er talin hætta á því að 426 börn kunni að deyja úr hungri dag hvern ef ekki verður gripið til aðgerða.

200.000 fylgdarlaus börn í Evrópu

Samkvæmt gögnum sem voru tekin saman af Eurostat, UNHCR og Barnaheillum – Save the Children, þá tvöfölduðust sjóferðir flóttamanna yfir Miðjarðarhafið milli áranna 2018 og 2019. Einnig eru um 200.000 fylgdarlaus börn í Evrópu. Þau koma þau flest frá Afganhistan, Sýrlandi og Erítreu og dvelja í helst í Þýskalandi, Grikklandi, Ítalíu og Svíþjóð.

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands kaupir ljós

Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson kom í húsnæði Barnaheilla í dag og keypti ljós til að sýna Landssöfnun Barnaheilla samstöðu.

Landssöfnun Barnaheilla hefst í dag

Í dag, 24. ágúst, hefst Landssöfnun Barnaheilla og stendur yfir til 6. september. Söfnunin í ár ber heitið ,,Hjálpumst að við að vernda börn” og rennur allur ágóði af söfnuninni í verkefniðVerndarar barna sem er forvarnaverkefni samtakanna gegn kynferðisofbeldi á börnum

Gleymda stríðið - 83 börn myrt í Kongó

83 börn hafa verið myrt í Kongó af árásarhópnum CODECO, þar af voru 14 börn afhöfðuð með sveðjum og eitt barn brennt lifandi. 17 börn til viðbótar særðust í árásunum. Kynferðisofbeldi gegn börnum hefur einnig aukist gífurlega á svæðinu.