11.06.2020
Nú er veggspjald Barnaheilla um slysavarnir aftur fáanlegt, með stuðningi frá VÍS. Um árabil hafa Barnaheill boðið heilsugæslustöðvum veggspjald um slysavarnir barna til að afhenda foreldrum í ung- og smábarnavernd
08.06.2020
Það er með mikilli gleði sem við tilkynnum að Vináttu námsefni fyrir 1.-4. bekk grunnskóla er nú komið út í endurbættri mynd og stendur öllum grunnskólum landsins til boða. Efni fyrir grunnskóla hefur verið í tilraunakennslu í 20 grunnskólum til þessa.
02.06.2020
Vinátta er forvarnarverkefni Barnaheilla gegn einelti og er í notkun í meira en 60% leikskóla á Íslandi. Mikil ánægja er með efnið og árangur af notkun þess.
28.05.2020
Næsta Verndarar Barna námskeið verður haldið þriðjudaginn 9. júní 2020, kl. 8:30 - 12:30.
28.05.2020
Ný greining frá Barnaheillum - Save the Children og UNICEF leiðir í ljós að án nauðsynlegra aðgerða gæti fjöldi barna sem býr við fátækt í lág- og millitekjuríkjum aukist um 15% og náð 675 milljónum í lok árs.
21.05.2020
Í dag eru 75 ár síðan að sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – mætti einsömul í nýjan bæ þar sem hún settist að og kynntist sínum bestu vinum, Tomma og Önnu. Áður en hún kom þekkti hún engan í bænum og bjó sér til skemmtilegt líf.
18.05.2020
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður þriðjudaginn 19. maí 2020 kl.15:00 - 16:30 á ZOOM.
15.05.2020
Í Aden, Jemen, hafa 385 manns, með dæmigerð Covid-19 einkenni, látist síðastliðna viku. Það gerir yfir 50 dauðsföll á dag sem er fimmföldun frá tölum sem birtust þann 7. maí.
13.05.2020
Nú hefst hin árlega hjólasala Barnaheilla. Þá verða seld afgangshjól frá hjólasöfnun Barnaheilla á góðu verði til styrktar verkefnum Barnaheilla. Hjólasalan fer fram daganna 14. – 16. maí