Fréttir Barnaheilla

Barnaheill bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í samfélaginu ákváðu Barnaheill að fara eftir tilmælum Almannavarna í byrjun þessa mánaðar og aflýstu öllu námskeiðahaldi. En vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði í staðinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðum Vináttu sem og forvarnarnámskeiðinu Verndara Barna.

Barnaheill bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði

Vegna hertra aðgerða stjórnvalda vegna kórónuveirusmita í samfélaginu ákváðu Barnaheill að fara eftir tilmælum Almannavarna í byrjun þessa mánaðar og aflýstu öllu námskeiðahaldi. En vegna fjölda fyrirspurna höfum við ákveðið að bjóða upp á námskeið í fjarbúnaði í staðinn. Opnað hefur verið fyrir skráningu á námskeiðum Vináttu sem og forvarnarnámskeiðinu Verndara Barna.

Sameiginleg yfirlýsing um drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof

Barnaheill, Geðverndarfélag Íslands og Fjölskyldufræðingafélag Íslands – fagfólk í fjölskyldumeðferð hafa birt yfirlýsinu um drög að nýju frumvarpi til laga um fæðingar- og foreldraorlof.

Skrifstofa Barnaheilla lokar tímabundið og námskeiðum aflýst

Vegna fjölgunar kórónuveirutilfella og hertari aðgerða stjórnvalda fylgjum við tilmælum almannavarna og verður skrifstofa Barnaheilla lokuð tímabundið frá og með 7. október. Starfsemin mun þó að sjálfsögðu halda áfram og verður hægt að ná í okkur símleiðis í síma 553-5900 eða senda tölvupóst á netfangið barnaheill@barnaheill.is.

Hugrakkar stúlkur á flótta undan heimilisofbeldi, hungri og átökum.

Heimilisofbeldi, hungur, átök og von um betri framtíð eru helstu ástæður þess að stúlkur leggjast á flótta og leita að betra lífi, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem gerð var af Barnaheillum – Save the Children. Rannsóknin birtist í skýrslunni Girls on the Move eða Stúlkur á flótta, sem byggist á gögnum frá þremur heimsálfum og er kynnt í dag, 6. október.

Styrkur til Barnaheilla – Save the Children á Íslandi vegna mannúðaraðstoðar í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó

Barnaheilla Save the Children á Íslandi hafa skrifað undir samning við utanríkisráðuneytisins vegna verkefnisins Barnvæn svæði og barnavernd í Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó. Verkefnið miðast að því að vernda börn gegn ofbeldi, misnotkun, útskúfun og vanrækslu, auk þess að vernda börn fyrir því að vera neydd til að ganga til liðs við vígahópa og styðja við þau börn sem hafa þegar verið neydd til þess.

Kynning á viðbótarskýrslu frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna

Viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna var kynnt í dag.

Vannæring barna eykst í Sýrlandi í kjölfar Covid-19

Sjö hundruð þúsund börn bætast í hóp þeirra barna sem þjást af miklu hungri í Sýrlandi vegna mikilla efnahagslegra áhrifa Covid-19. Á síðustu sex mánuðum er heildarfjöldi þeirra barna sem búa við mikið fæðuóöryggi í Sýrlandi orðinn meiri en 4,6 milljónir. Í nýrri skýrslu Barnaheilla – Save the Children kemur fram að eftir nærri 10 ára átök í Sýrlandi þjást enn fleiri börn af alvarlegri vannæringu.

Barnaheill taka þátt í forvarnarfræðslu KSAN

Barnaheill leggja KSAN, sænskum forvarnasamtökum gegn áfengis- og vímuefnanotkun stúlkna og kvenna, lið með veffræðslustofu um forvarnir gegn kynferðisofbeldi á stúlkum. Fræðslan er hluti af haustfræðslu samtakanna

Meira en 21.000 manns drepin í átökum síðan í mars

Að minnsta kosti 21.347 manns hafa verið látið lífið í átökum, þar á meðal 5.800 óbreyttir borgarar og börn, frá því að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna kallaði eftir alþjóðlegu vopnahléi fyrir meira en 90 dögum, í kjölfar Covid-19 heimsfaraldurs. Alþjóðlegt vopnahlé myndi gera löndum og mannúðarsamtökum auðveldara fyrir að einbeita sér að baráttunni gegn Covid-19, en vegna áframhaldandi átaka hefur milljónum verið ýtt í enn frekari fátækt og hungursneyð í kjölfar Covid-19.