20.01.2021
Mikil ringulreið hefur skapast í Norðvestur Sýrlandi vegna flóða. Um 20.000 börn hafa þurft að flýja heimili sín ásamt fjölskyldum sínum og einn drengur, sex ára, hefur látist í flóðunum.
18.01.2021
Barnaheill - Save the Children á Íslandi áætla að með því að tryggja nægilegt fjármagn, að upphæð 50 milljarða bandaríkjadala, til fátækustu ríkja heims, sé hægt að koma í veg fyrir að 136 milljónir barna muni glata möguleika sínum til menntunar
13.01.2021
Í júlí síðastliðnum sögðu Barnaheill - Save the Children frá því að yfir 100 börn hefðu verið drepin á aðeins nokkrum vikum í Ituri-héraði í Kongó og þar af fjórtán afhöfðuð með sveðju. Börnin í Kongó þjást mest í átökunum og hafa Barnaheill - Save the Children á Íslandi nýlega hafið mannúðaraðstoð í landinu.
12.01.2021
Með kæru þakklæti fyrir starf ykkar á árinu 2020 við erfiðar aðstæður. Sú handleiðsla sem þið veitið börnum í námi og leik er dýrmæt. Að vinna með samkennd, virðingu, umhyggju, umburðarlyndi og hugrekki er hluti af því.
12.01.2021
Frá unga aldri er vinátt
a og vinir mikilvægur þáttur í félagslegum þroska barna og líðan. Í samskiptum við aðra þroska börn með sér félagslega hæfni sem er mikilvæg í samskiptum og velferð þeirra til lengri tíma litið. Með vini hefur barnið einhvern sem það getur treyst á, speglað sjálfan sig og þroskast með.
11.01.2021
Covid-19 í miklum vexti í Sýrlandi. Skortur á súrefni og vatni er yfirvofandi vegna fjórföldunar á Covid-19 smitum síðastliðna tvo mánuði
01.01.2021
Barnaheill óska öllum gleðilegs nýs árs. Á nýju ári verður margt spennandi að gerast hjá Barnaheillum. Til dæmis verður fjölbreytt úrval námskeiða í boði nú í janúar og það fyrsta verður haldið n.k. mánudag 4. janúar.
18.12.2020
Skrifstofa Barnaheilla - Save the Children verður lokuð yfir hátíðarnar frá og með 23. desember. Við opnum aftur á nýju ári, mánudaginn 4. janúar.
16.12.2020
Heillagjafir eru gjafir fyrir bágstödd börn í heiminum. Barnaheill styðja við börn í Sýrlandi, Jemen og Lýðveldinu Kongó og munu gjafirnar koma að góðum notum þar sem þörfin er mest.
15.12.2020
Vegna faraldursins þjást milljónir af vannæringu vegna hungurs og er áætlað að fjöldi barna sem þjást muni af vannæringu í kjölfar heimsfaraldurs muni aukast um 9,3 milljónir barna. Í skýrslunni kemur fram að áætlað er að um 153 börn muni láta lífið á hverjum degi vegna vannæringar sem tengist Covid-19 næstu tvö árin.