21.05.2020
Í dag eru 75 ár síðan að sterkasta stelpa í heimi – Lína Langsokkur – mætti einsömul í nýjan bæ þar sem hún settist að og kynntist sínum bestu vinum, Tomma og Önnu. Áður en hún kom þekkti hún engan í bænum og bjó sér til skemmtilegt líf.
18.05.2020
Næsti kynningarfundur Náum áttum-hópsins verður þriðjudaginn 19. maí 2020 kl.15:00 - 16:30 á ZOOM.
15.05.2020
Í Aden, Jemen, hafa 385 manns, með dæmigerð Covid-19 einkenni, látist síðastliðna viku. Það gerir yfir 50 dauðsföll á dag sem er fimmföldun frá tölum sem birtust þann 7. maí.
13.05.2020
Nú hefst hin árlega hjólasala Barnaheilla. Þá verða seld afgangshjól frá hjólasöfnun Barnaheilla á góðu verði til styrktar verkefnum Barnaheilla. Hjólasalan fer fram daganna 14. – 16. maí
12.05.2020
Ný stjórn Barnaheilla – Save the Children á Íslandi var kjörin einróma á aðalfundi samtakanna þann 11. maí síðastliðinn. Ein breyting var á stjórn.
06.05.2020
Nú hefur kórónaveiran gert vart við sig í höfuðborg Jemen, Sana‘a og samkvæmt heilbrigðisráðuneyti landsins eru staðfest smit orðin 21 og þrjú dauðsföll hafa verið staðfest.
23.04.2020
Barnaheill, Umboðsmaður barna, og UNICEF á Íslandi hafa í samstarfi við Menntamálastofnun gefið út nýtt efni með ákvæðum Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
22.04.2020
Tilfellum Covid-19 hefur fjölgað jafnt og þétt í Afríku á undanförnum dögum og hafa stjórnvöld víðsvegar um álfuna reynt að bregðast við faraldrinum. Nú eru tilfellin komin yfir 20 þúsund og hafa öll Afríkuríki nema tvö tilkynnt um smit.